Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 192

Haldinn á Hvanneyri,
17.01.2024 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2401002 - Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins 2024
Lögð fram húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024.
Áætlunin samþykkt.
Húsnæðisáætlun 2024 - Skorradalshreppur.pdf
2. 2401003 - Gjaldskrá Sorpurðun Vesturlands
Lögð fram gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands.
Lagt fram.
Gjaldskrá ársins 2024.pdf
3. 2301004 - Ljóspunktur ehf.
Rætt málefni Ljóspunkts ehf.
4. 2209014 - Erindi frá oddvita
Auglýsing um starf skipulags- og byggingafulltrúa Skorradalshrepps.
Oddviti lagði fram auglýsingu um starf skipulags- og byggingafulltrúa að ósk meirihluta hreppsnefndar.
Oddviti leggur til að draga til baka tillögu um að auglýsa starf Skipulags- og byggingafulltrúa. Það samþykkt með 3 atkvæðum. KJ og GE greiða atkvæði gegn því.

Oddviti leggur til að honum verði heimilað að leita samninga við T.S.V. sf. um þjónustu vegna byggingafulltrúaembættisins. Það samþykkt með 3 atkvæðum. KJ og GE hafna þessari bókun þar sem áður var ákveðið innan hreppsnefndar að auglýsa starf embætti Skipulags- og byggingafulltrúa samkvæmt auglýsingu sem búið að gera.
5. 2311006 - Niðurfelling á fasteignagjöldum
Erindi frá fundi hreppsnefndar frá 21. nóvember s.l. Óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda.
Ekki hafa verið settar reglur um niðurfellingu fasteignagjalda í sveitarfélaginu. Ekki er því hægt að verða við erindinu.
6. 2310011 - Umsögn innviðaráðuneytisins um álit sveitarstjórnar
Lagt fram til síðari umræðu.
Vísað er í bókun við fyrri umræðu þann 14. desember s.l.
Samþykkt.
Skorradalshreppur.pdf
7. 2401004 - Íbúafundur
Oddviti leggur fram tillögu að íbúafundi.
Hreppsnefnd samþykkir að boða til íbúafundar að Brún í Bæjarsveit,mánudaginn 29. janúar kl. 19:30 til að veita upplýsingar vegna sameiningarmála.
8. 2309008 - Sameiningarmál
Lagður fram nýr undirskriftarlisti frá 22 íbúum Skorradal, þar sem óskað er eftir íbúafundi um sameiningarmál.
Vísað er í lið nr. 7, hér í þessari fundargerð um boðun íbúafundar núna í lok janúar.
Tilkynning til hreppsnefndar 19. des. 2023.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
9. 2401002F - Skipulags- og byggingarnefnd - 178
Lögð fram fundargerð frá í dag 17.janúar 2024
Fundargerð samþykkt í öllum 3 liðum.
9.1. 2309014 - Þinglýst jarðamerki og sveitarfélagamörk
Málið var tekið fyrir á 177. fundi nefndarinnar þann 7. 12.2023.Þann 4. jan sl. barst tilkynning frá Héraðsdómi Vesturlands um þingfestingu máls er varðar að úrlausn þinglýsingarstjóra verði felld úr gildi.
Í ljósi stutts andmælafrests svaraði byggingarfulltrúi beiðni héraðsdóms sbr. eftirfarandi: Skorradalshreppur hefur móttekið boðunarbréf í þinghald í máli nr. T 305/2023 hjá Héraðsdómi Vesturlands.
Skorradalshreppur hefur þegar með formlegum hætti samþykkt þá landamerkjalýsingu sem fram kemur í skjali því sem deilt er um hvort þinglýsa eigi á jarðirnar Syðstu Fossa og Efri Hrepps, en síðarnefnda jörðin tilheyrir Skorradalshreppi. Sjá má í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar, annars vegar frá 19. september s.l. en það var í framhaldi af gögnum sem bárust byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í bæði Skorradalshreppi og Borgarbyggð. Einnig er með fundargerð frá 7. desember s.l. en þar er bókun eftir fund með settum sýslumanni er varðar fyrrnefnd mál.
Skorradalshreppur telur æskilegt að landamerkjunum sé þinglýst, en þau fela í sér staðfestingu á þegar mörkuðum landamerkjum með nútímatækni. Engu var verið að breyta. Af þessari ástæðu hlutaðist Skorradalshreppur um að skjalið yrði sent í þinglýsingu og greiddi þinglýsingargjald. Er því rangt í ákvörðun sýslumanns að Skorradalshreppur hafi ekki samþykkt landamerkin.
Skorradalshreppur sér ekki ástæðu til að gerast aðili að dómsmálinu fyrir sitt leyti. Svar byggingarfulltrúa staðfest.
9.2. 1402009 - Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
Lögð er fram tillaga deiliskipulags frístundabyggðar í Kiðhúsbala í landi Fitja. Um er að ræða lóðirnar Fitjahlíð 47, 49, 51, 53, 54, 56, 58, 60 og 62.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að kynna deiliskipulag frístundabyggðar í Kiðhúsbala í landi Fitja, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s. br. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnis þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 og um er að ræða gamla gróna frístundabyggð sem byggðist upp á árunum 1970 til 1983. Lagt er til að skipulagstillaga verði send til umsagnar Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Veðurstofu Íslands og Slökkviliðs Borgarbyggðar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
9.3. 2401001 - Óskað úrskurðar 145/2023 hjá ÚUA vegna framkvæmdaleyfis á Indriðastöðum
Þann 22. desember sl. barst embættinu erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ÚUA þar sem Vatnsveitufélag sumarhúsaeigenda Indriðastaðalands óskar eftir að ÚUA skeri úr um hvort fyrirhugaðar framkvæmdir vatnsveitufélagsins séu háðar ákvæðum um framkvæmdaleyfi, sbr. 8. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vatnsveitufélagið sendi inn fyrirspurn sem tekin var fyrir á 176. fundi skipulags- og byggingarnefndar þar sem það var mat nefndarinnar að framkvæmd væri framkvæmdaleyfisskyld sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi 772/2012. Óskað hefur verið eftir 15 daga viðbótarfresti sem hefur verið veittur.
Erindi sveitarfélagsins til Úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúi falið að vinna málið áfram.
Fundargerðir til kynningar
10. 2401005 - Fundargerð nr. 178 stjórnar SSV
Lögð fram.
11. 2401006 - Fundargerð nr. 940 í stjórn sambands íslenska sveitarfélaga
Lögð fram.
Skipulagsmál
12. 1402009 - Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
Lögð er fram tillaga deiliskipulags frístundabyggðar í Kiðhúsbala í landi Fitja. Um er að ræða lóðirnar Fitjahlíð 47, 49, 51, 53, 54, 56, 58, 60 og 62. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að kynna deiliskipulag frístundabyggðar í Kiðhúsbala í landi Fitja, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s. br. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnis þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 og um er að ræða gamla gróna frístundabyggð sem byggðist upp á árunum 1970 til 1983. Lagt er til að skipulagstillaga verði send til umsagnar Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Veðurstofu Íslands og Slökkviliðs Borgarbyggðar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Hreppsnefnd samþykkir að kynna deiliskipulag frístundabyggðar í Kiðhúsbala í landi Fitja, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s. br. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnis þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 og um er að ræða gamla gróna frístundabyggð sem byggðist upp á árunum 1970 til 1983. Lagt er til að skipulagstillaga verði send til umsagnar Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Veðurstofu Íslands og Slökkviliðs Borgarbyggðar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:10 

Til bakaPrenta