Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 196

Haldinn á Hvanneyri,
13.05.2024 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404018 - Ársreikningur Skorradalshrepps 2023
Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir 2023 lagður fram til seinni umræðu ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG.
Ársreikningurinn lagður fram til seinni umræðu. Fulltrúar KPMG, Lilja Dögg Karlsdóttir, sem tók þátt í gegnum fjarfundarbúð, og Haraldur Örn Reynisson fóru yfir ársreikning og endurskoðunarskýrslu.

Ársreikningurinn samþykktur.
Skorradalshreppur sundurliðunarbók 2023.pdf
Samstæða Skorradalshreppur 2023 seinni umræða.pdf
 
Gestir
Haraldur Örn Reynisson - KPMG -
Lilja Dögg Karlsdóttir - KPMG -
2. 2405003 - Forsetakosningar 1. júní 2024
Lögð fram kjörskrá til forsetakosninga 1. júní n.k.


Kjörskrá mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og hjá oddvita. Á kjörskrá í Skorradalshreppi eru 60 manns.

Samþykkt að kjörstaður verði í húsi Hreppslaugar.

Framkvæmdarleyfi
3. 2211004 - Álfsteinsá, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku
Á 174. fundi hreppsnefndar var samþykkt að skipulagsfulltrúa yrði falið að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdaleyfi hefur ekki verið veitt þar sem ekki hefur verið talin þörf á umræddri efnistöku. Umsækjandi framkvæmdaleyfis hefur nú óskað eftir að umsókn um framkvæmdaleyfi verði dregin til baka. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að beiðnin verði tekin til greina og ákvörðun 174. fundar hreppsnefndar felld úr gildi.
Hreppsnefnd samþykkir að fella úr gildi ákvörðun sína frá 174. fundi hreppsnefndar er varðar veitingu framkvæmdaleyfis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta