Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 180

Haldinn á Hvanneyri,
05.04.2023 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður
Guðný Elíasdóttir boðaði forföll rétt fyrir fund.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304001 - Fundur með fulltrúum sumarhúsafélagana í Skorradal.
Á fundinn mættu fulltrúar sumarhúsafélaganna í Skorradal. Oddviti bauð fulltrúana velkomna og fór yfir helstu mál í sveitarfélaginu. Fól síðan ÓRÁ fundarstjórn. Orðið gefið síðan laust.
Umræður urðu um skipulagsmál, bruna og slökkviliðsmál, fræðslumál, sorpmál, Hreppslaug og mörg önnur mál.

Gestir véku af fundi kl. 19:20
 
Gestir
Guðmundur Orri Sigurðsson -
Karl Ómar Jónsson -
Sigurður Þór Ásgeirsson -
Sigmundur Jónsson -
Ólafur Tryggvason -
Gréta Kjartansdóttir -
Helgi Þ. Kristjánsson -
2. 2304002 - Fulltrúi á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar
Kosning fulltrúa Skorradalshrepps á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðalfundur er boðaður 14. apríl n.k.
Samþykkt að Kristín Jónsdóttir verði fulltrúi á aðalfundinum.
Jökull Helgason verði til vara.
3. 2304003 - Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Fulltrúi á aðalfund SSV.
Samþykkt á símafundi 20.mars s.l. að Jón E Einarsson væri aðalfulltrúi á aðalfund SSV og Pétur Davíðsson til vara.
4. 2304004 - Umsögn um hvítbók í málefnum sveitarfélaga
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaganna. Óskað er eftir ábendingum um umsögn Sambandsins.
Oddvita falið að skoða og koma með athugasemdir ef þurfa þykir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30 

Til bakaPrenta