| |
| 1. 2510011 - Fjárhagsáætlun 2026 | |
Lögð fram til seinni umræðu. Fjárhagsáætlun samþykkt með breytingum. Áætlunin samþykkt af hreppsnefnd með afgangi.
Lagt til að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2026 verði fyrir A-stofn 0,30% og fyrir C-stofn 1,03%.
Samþykkt samhljóða.
| | aaetlun 26 9-12-25.pdf | | |
|
| 2. 2510014 - 3ja ára fjárhagsáætlun 2027 - 2029 | |
| Áætlunin samþykkt. | | 2027-2029 B .pdf | | |
|
| 3. 2512009 - Rekstur sveitarfélagsins - bráðabirgða 11 mánaða uppgjör. | |
| Farið yfir stöðuna. | | |
|
| 4. 2511003 - Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs | |
Samþykkt að KPMG sjái um endurskoðun fyrir árið 2025.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
|
| 6. 2512004 - Umsókn um styrk fyrir Skólahreysti 2026 | |
| Ekki hægt að verða við erindinu. | | Ósk um styrk Skólahreysti .pdf | | |
|
| 7. 2512001 - Samningur vegna afhendingar 40% eignarhlutar í Laugarbúð | |
| Oddviti lagði fram drög að samningi. Umræður urðu um málið. Ákveðið er að fresta málinu til næsta fundar. JEE og ÓRÁ er falið að vinna að málinu til næsta fundar. | | |
|
| 8. 2512003 - Kauptilboð í eignarhlut Skorradalshrepps í Hótel Borgarnes hf. | |
Oddvita falið að vinna að málinu og leggja fyrir næsta fund.
| | |
|
| 9. 2510013 - Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlit Vesturlands 2026 | |
| Breytt áætlun lögð fram og hún samþykkt. | | |
|
Óli Rúnar Ástþórsson og Pétur Davíðsson viku af fundi undir þessum dagskrálið.
| | 10. 2511002 - Stjórnsýslukæra vegna málsnúmer IRN25090119 | |
Bent er á vanhæfi hreppsnefndarmannana Péturs Davíðssonar og Óla Rúnars Ástþórssonar til að taka þátt í afgreiðslu málsins er varðar stjórnsýslukæru nr. IRN25090119 skv. 2.mgr. 20.gr. stjórnsýslulaga nr.138/2011 og 2.mgr. 17.gr. samþykktar Skorradalshrepps nr.250/2025, þar sem þeir hafa sjálfir undirbúið kæruna og lagt inn til Innviðaráðuneytisins. Hreppsnefnd tekur þá ákvörðun um að kjósa um vanhæfi skv. 7.mgr. 20.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kosið er um vanhæfi Péturs Davíðssonar og Óla Rúnars Ástþórssonar: JEE, KJ og GE kjósa með vanhæfi. PD og ÓRÁ sitja hjá. Samþykkt er að PD og ÓRÁ víki af fundi undir þessum dagskrálið.
Hreppsnefnd staðfestir umboð oddvita Skorradalshrepps sem starfar sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, að svara stjórnsýslukæru nr. IRN25090119 með aðkeyptri lögfræðiráðgjöf.
Samþykkt samhljóða. | | Óli Rúnar Ástþórsson kom inn á fund eftir afgreiðslu þessa máls
| |
|
Pétur Davíðsson sat ekki á fundi undir þessum dagskrálið.
| | 11. 2512005 - Stjórnsýslukæra vegna IRN25090129 | |
Bent er á vanhæfi hreppsnefndarmannsins Péturs Davíðssonar til að taka þátt í afgreiðslu málsins er varðar stjórnsýslukæru nr. IRN25090129 skv. 2.mgr. 20.gr. stjórnsýslulaga nr.138/2011 og 2.mgr. 17.gr. samþykktar Skorradalshrepps nr.250/2025, þar sem hann hefur sjálfur undirbúið kæruna og lagt inn til Innviðaráðuneytisins. Hreppsnefnd tekur þá ákvörðun um að kjósa um vanhæfi skv. 7.mgr. 20.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kosið er um vanhæfi Péturs Davíðssonar: JEE, KJ og GE kjósa með vanhæfi. PD og ÓRÁ sitja hjá. Samþykkt er að PD víki af fundi undir þessum dagskrálið.
ÓRÁ lagði fram eftirfarandi bókun. Í ljósi þess að ekki hafi borist svör frá Innviðaráðuneytinu um hverjir séu málsaðilar í stjórnsýslukærum PD vil ég bend á að eftirfarandi bókun gæti talist ógild eftir úrskurð ráðuneytisins.
Hreppsnefnd staðfestir umboð oddvita Skorradalshrepps sem starfar sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, að svara stjórnsýslukæru nr. IRN25090129 með aðkeyptri lögfræðiráðgjöf.
Samþykkt samhljóða. | | Pétur Davíðsson kom inn á fund eftir afgreiðslu þessa máls.
| |
|
| 12. 2409004 - Fjárhagsáætlun 2025, viðauki 3 | |
| Hreppsnefnd samþykkir framlagðann viðauka nr. 3 með fyrir einnig samþykki sveitarstjórnar Borgarbyggðar. | | Sbizhubc25325120916460.pdf | | |
|
| |
| 13. 2511002F - Skipulags- og byggingarnefnd - 195 | |
| Fundargerðin samþykkt í öllum liðum. | 13.1. 2404022 - Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1 Erindi sveitarfélagsins til ráðherra lagt fram og kynnt ásamt niðurstöðu ráðherra. Nefndin furðar sig á röksemdafærslu ráðherra um ástæðu þess að hann skipi raflínunefnd. Megin ástæðan er, að hans mati, að landeigendur í Borgarbyggð hafi stofnað með sér hagsmunasamtök og að afstaða Skorradalshrepps kalli á skipun slíkrar nefndar. Nefndin felur lögmanni sveitarfélagsins að óska útskýringa hjá ráðuneytinu á því í hverju mótmæli Skorradalshrepps eru fólgin í umsögn sveitarfélagsins um málið, en í niðurstöðu ráðuneytisins kemur fram að mótmæli Skorradalshrepps séu skýr. Nefndin frestar málinu og leggur til að leitað verði álits Sambands íslenskra sveitarfélaga um næstu skref. | 13.2. 2510007 - ON óskar álits ÚUA um leyfisskyldu vegna jarðvegsstíflu, Andakílsárvirkjun, mál nr. 157-2025 Athugasemdir sveitarfélagsins og úrskurður lagður fram og kynntur. | | |
|
| |
| 14. 2502011 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025 | |
| |
|
| 15. 2503010 - Fundargerðir heilbrigðsnefndar 2025 | |
| |
|
| 16. 2502014 - Fundargerðir stjórnar Faxaflóahafnar sf. 2025 | |
| |
|