| Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður |
| PD lagði fram eftirfarandi bókun í lok fundar.
"Fyrir meira en mánuði síðan lagði ég fram 2 bókanir um að ég óskaði eftir gögnum er varðaði tillögu sameiginlegrar kjörstjórnar um sameiningarkosningar og eins gögn er varðar samstarfsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Voru þessar beiðnir gerðar með vísun til 21. greinar samþykkta um stjórnar sveitarfélagsins Skorradalshrepps og í einnig með vísun í Upplýsingalög nr. 140/2012 um afhendingu gagna, en þar er gefinn sjö daga frestur um að afhenda gögn. Sjá fundargerð sveitarstjórnar Skorradalshrepps frá 13. ágúst s.l. Á fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps viku seinna, þann 20. ágúst s.l. ítrekaði ég að engin gögn hefðu ennþá borist þrátt fyrir að 7 dagarnir væru að líða og jafnframt óskaði ég eftir að lögð verði fram kostnaðaráætlun vegna sameiningarkosninga og hún yrði lögð fram á næsta fundi hreppsnefndar. Ekki hafði borist nein beiðni, frá aðilum sem áttu að taka saman gögnin, um lengri frest en sjö daganna.
Á fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps þann 4. september s.l. var lagður fram tölvupóstur frá sviðsstjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs Borgarbyggðar um að það væri verið að vinna í beiðnunum og svör myndu berast jafnskjótt og hver og einn aðili hefur tekið saman þau gögn sem beiðnirnar ná til um. Engin ósk kom þó fram um að óska eftir lengri fresti en þessir sjö dagar sem Upplýsingalög kveða á um.
Í dag er 17. september og engin gögn lágu fyrir hreppsnefndarfund sem er núna að klárast og liðnir 35 dagar síðan að gagnabeiðninnar voru lagðar fram. Í ljósi þess og á grundvelli 4 mgr. 9 gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og eins 3. mgr. 17 gr. Upplýsingalaga nr. 140/2012 mun ég óska eftir umsögn Úrskurðarnefndar um Upplýsingamál um þennan óhæfilega drátt á afgreiðslu málanna og gagnaafhendingu. Pétur Davíðsson" . |
| Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:00 |