Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 177

Haldinn á Hvanneyri,
07.12.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar Varamaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi
SGÞ sat fundinn sem varamaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2309014 - Þinglýst jarðamerki og sveitarfélagamörk
Málið var tekið fyrir á 174. fundi nefndarinnar þann 19.9.2023 og einnig á 176. fundi nefndarinnar þann 28.11.2023 þar sem jarðamerkin voru lögð fram og kynnt án athugasemda. Formaður, skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi funduðu með settum sýslumanni þann 5. desember sl. og fóru yfir málið með honum. Jarðamerkin eru einnig sveitarfélagamörk á milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.
Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framlögð jarðamerki á milli Syðstu Fossa og Efri Hrepps. Enn fremur jarðamerki á milli Syðstu Fossa annars vegar og Efri Hrepps, Horns og Mófellsstaðakots hins vegar. Nefndin felur byggingarfulltrúa að árita framlögð gögn og vinna málið áfram.
M340 2023.pdf
M1700 2022.pdf
2. 2312002 - Lóðir tengdar mannvirkjum Andakílsárvirkjunar
Í ljósi fundar með settum Sýslumanni þann 5. des. sl. er lagt fram minnisblað er varðar lóðir tengdum mannvirkjum Andakílsárvirkjunar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að minnisblaðið verði sent sýslumannsembættinu til skoðunar og úrvinnslu. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta