Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 188

Haldinn á Hvanneyri,
29.04.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ástríður Guðmundsdóttir Aðalmaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2502004 - Verkefnis- og matslýsing fyrir vinnslu Kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034
Umsögn var send inn til Landsnets er varðar verkefnis- og matslýsingu fyrir vinnslu Kerfisáætlunar Landsnets 2025-2035.
Umsögn lögð fram og kynnt.
Umsögn.pdf
kerfisáætlun 2025-2034 - Verk- og matslýsing.pdf
2. 2504009 - Kerfisáætlun 2025-2034, umhverfismat áætlana
Í kerfisáætlun fjallar Landsnet um hvernig skuli þróa og endurnýja flutningskerfi raforku. Kerfisáætlun er endurnýjuð annað hvort ár. Opna umsagnarferlið er frá 9. apríl til 31. maí 2025.
Kynningarfundur verður á Hótel Hamri þann 6. maí 2025 kl. 16.

Gögn lögð fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að fara á kynningarfund á Hótel Hamri.
Kerfisáætlun 2025-2034_Framkvæmdaáætlun 2026-2028_Til kynningar.pdf
Kerfisáætlun 2025-2034_Umhverfismatsskýrsla_Til kynningar.pdf
Kerfisáætlun 2025-2034_Drög að langtímaáætlun_Til kynningar.pdf
Fundargerð
3. 2503001F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 77
Fundargerð lögð fram til kynningar
3.1. 2201003 - Refsholt 42, Umsókn um byggingarleyfi
Sótt er um að byggja frístundarhús 121,9 m2.
Byggingaráformin eru samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
3.2. 2501008 - Vatnsendahlíð 200 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Sótt er um áframhaldandi stöðuleyfi, ekkert stöðuleyfi hefur verið í gidi frá miðju ári 2022.
Samþkkt, til 6 mánaða, að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
3.3. 2305009 - Horn Ístak umsókn um vinnubúiðir
Óskað er eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir vinnubúðir. Síðast var veitt stöðuleyfi 240202 til sex mánaða.
Samþykkt til eins árs.
3.4. 2410004 - Vatnsendahlíð 222 - Byggingamál
Sótt er um heimild til að byggja 82,0 m2, frístundarhús á lóðinni.
Byggingaráformin eru samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda byggingafulltrúa
3.5. 2503004 - Fitjahlíð 53 - Flokkur 1 -Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -
Lagðar inn reyndarteikningar af núverandi byggingu og sótt um breytingar sem gerðar hafa verið. Nú eru skráðar tvær byggingar, sumarbústaður 56m2 og bátaskýli 12,5m2.
Samkvæmt umsókn verður sumarbústaðurinn birt flatarmál 76,4m2
Byggingaráformin eru samþykkt.
3.6. 2503002 - Dagverðarnes 12 - Flokkur 1 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -
Sótt er um að byggja um 125 m2 frístundarhús með einhalla þaki.
Hafnað og vísað til Skipulags- og bygginganefndar, þar sem hluti byggingar, þakgerðin er umfram heimildir deiliskipulags.
3.7. 2502008 - Vatnshorn, Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi
Sótt er um að breyta núverandi íbúðarhúsi á Vatnshorni að innan.
Byggingaráformin eru samþykkt að tekknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

Skipulagsmál
4. 2504007 - Vatnsendahlíð 189, 8. áfangi, breyting deiliskipulags
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags 8. áfanga frístundalóða Vatnsenda er varðar Vatnsendahlíð 188. Breytingin varðar stækkun byggingarreits til norðurs um 10 m í átt að Skorradalsvegi (508). Óska þarf um undanþágu hjá ráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið þar sem kveðið er á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Við breytingu deiliskipulags er fjarlægðin 90 m. Rökin fyrir stækkun byggingarreits er tvíþætt: 1) Að frístundahús sé ofan við skurð en ekki neðan til að komast hjá vatnsaga. 2) Að byggingarreitur er mjög neðarlega í lóðinni miðað við stærð hennar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 186, 187, 188 og landeigendum.
28.03.2025. Grenndarkynning, Vatnsendahlíð 189, Skorradalshreppur.pdf
5. 2309002 - Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037
Borgarbyggð hefur nú lokið fasanum "Kynning tillögu á vinnslustigi" í eftirfarandi máli í Skipulagsgátt: Endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037, nr. 0242/2023 (Nýtt aðalskipulag)
Úrvinnslu er lokið að afstöðnu kynningarferli og liggja viðbrögð við athugasemdum og umsögnum nú fyrir. Sendi hér slóð á afgreiðslu sveitarfélagsins: https://skipulagsgatt.is/files/9c99341f-56e6-47b3-892a-582a347687d7
Umfjöllun um athugasemdir Skorradalshrepps eru á bls. 4, merkt A.11 og bls. 32, merkt SA.14.

Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að koma ábendingum áleiðis til skipulagsembættis Borgarbyggðar í samræmi við umræður á fundinum.
102399-001-MIN-005-V04-Umsagnir vinnslutillaga.pdf
6. 1402009 - Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
Deiliskipulag frístundabyggðar Kiðhúsbala var auglýst sbr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í Morgunblaðinu og Lögbirtingablaðinu þann 27.01.2025. Auglýsingartími tillögu deiliskipulags var 27.01.2025-10.03.2025. 14 umsagnir/athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, RARIK, Náttúruverndarstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Veðurstofu Íslands.
Tillögur að viðbrögðum við umsögnum og athugasemdum voru lagðar fram. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
7. 2404022 - Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Sveitarfélaginu hefur borist afrit af erindi Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins til Landsnets er varðar stofnun raflínunefndar vegna Holtavörðheiðarlínu 1.
Ráðherra félags- og húsnæðismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að synja beðni Landsnets frá 25. október 2024 um skipan sérstakrar raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.

Erindi lagt fram og kynnt.
Svar ráðuneytis við beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar - Holtavörðuheiðarlína 1.pdf
8. 2504001 - Dagverðarnes 12 - Breyting deiliskipulags
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags í Dagverðarnesi á svæði 1 fyrir lóð Dagverðarness 12. Breytingin varðar breytta þakgerð. Heimilaður er mænir yfir miðju húsi og þakhalli á bilinu 15°-40°. Eftir breytingu verður einnig heimilað einhalla þak og þakhalli heimilaður á bilinu 2°- 40°. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 9, 10, 11, 14, 39, 41 og landeigendum Dagverðarness.
Dagverðarnes 12 deiliskipulagsbreyting 20250425.pdf
9. 2504004 - Landsskipulagsstefna 2024-2038
Landsskipulagsstefna 2024?2038 var samþykkt á Alþingi þann 16. maí 2024. Komin er út útgáfa gildandi landsskipulagsstefnu:
Sjá hér
Útgáfunni er ætlað að gera efni stefnunnar aðgengilegra þeim sem vinna að framfylgd hennar, sveitarfélögum, ráðgjöfum og öðrum þeim sem hafa áhuga á eða koma að skipulagsgerð.

Landsskipulagsstefna 2024-2038 lögð fram og kynnt.
Landsskipulagsstefna_24-38_útgáfa.pdf
Framkvæmdarleyfi
10. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1
Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 skal álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdar liggja fyrir innan sjö vikna frá því að kynning á umhverfismatsskýrslu framkvæmdaraðila skv. 23. gr. lýkur. Sá tími er liðinn og samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni má vænta að álit liggi fyrir fyrri hluta maímánaðar, en ekki var gefið upp hvað hefur tafið ferlið.
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála.
11. 2206012 - Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd
Ríkissaksóknari afgreiddi málið þann 4.1.2024. Tilkynning var þá send á lögmannsstofuna Sókn með bréfpósti. Bréfpóstur barst ekki, en tilkynning afhent með rafrænum hætti þann 22.4.2025. Málið var fellt niður.
Afgreiðsla Ríkissaksóknara lögð fram og kynnt. Í ljósi niðurstöðu málsins er lagt til að lögmanni verði falið að upplýsa Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið um skort á refsiheimildum í lögum vegna brota fyrirtækja á lagaákvæðum varðandi umhverfisvernd.
Erindi frá Ríkissaksóknara.pdf
12. 2409012 - Stóra-Drageyri, Bakkakot og Stálpastaðir, úrbætur vegna óleyfisframkvæmda
Embætti skipulagsfulltrúa veitti Landi og skógi framkvæmdaleyfi þann 19.9.2024 sem fól í sér meðal annars að endurheimta votlendi í landi Stóru Drageyrar.
Land og skógur hefur lokið við endurheimt votlendis í landi Stóru Drageyrar. Trausti Jóhannsson Skógarvörður hjá Landi og skógi fór yfir framkvæmdina og kynnti niðurstöðu verkefnisins.
Framkvæmdaleyfi.pdf
 
Gestir
Trausti Jóhannsson - 10:30
13. 2503014 - Vindorkugarður á Þorvaldsstöðum
Zephyr Iceland áformar að reisa vindorkugarð í landi Þorvaldsstaða í sveitarfélaginu Borgarbyggð með um 50-70 MW heildarafl og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum. Gert er ráð fyrir að fjöldi vindmylla verði um 11-14 og að afl hverrar vindmyllu verði 5-7 MW. Miðað við um 50 MW afl verður árleg raforkuframleiðsla vindorkugarðsins um 180-190 GWst. Líklegast er að höfnin við Grundartanga verði nýtt fyrir aðflutning á vindmyllum til landsins. Skipulagsstofnun leitar umsagna umsagnaraðila vegna matsáætlana fyrir framkvæmdir sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, sjá slóð:https://skipulagsgatt.is/issues/2025/242 . Í umsögn umsagnaraðila skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo
sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð. Umsagnarfrestur var til 26. mars 2025.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna að umsögn í samræmi við aðrar umsagnir nefndarinnar í sambærilegum málum.
Matsáætlanir vindorkugarðs á Þorvaldsstöðum.pdf
14. 2504005 - Umhverfismatsdagurinn 2025
Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, fer fram þann 5. júní nk.
Málið lagt fram til kynningar.
15. 2504006 - Flotbryggja í landi Vatnsenda, framkvæmdaleyfi
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að setja niður flotbryggju í landi Vatnsenda. Flotbryggjan mun vera sett niður á svæði 2, hún mun vera sett niður í byrjun júní og tekin upp í loka ágúst ár hvert.
Stefnumörkun aðalskipulags um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn var staðfest þann 14.11.2024 af Skipulagsstofnun. Þar segir að sækja skuli um framkvæmdaleyfi á grundvelli deiliskipulags.
Sjá hér

Ósk um framkvæmdaleyfi er hafnað þar sem umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagsáætlun. Gera þarf breytingu á deiliskipulagsáætlun. Bent er á við vinnslu breytingar deiliskipulags skal tryggja að flotbryggja hindri ekki för gangandi fólks meðfram ströndinni sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð 90/2013. Einnig þarf að upplýsa um hvar flotbryggja verður geymd á veturnar, bátar settir á flot og aðgengi niður í fjöru.
Skorradalshreppur umsókn um framkvæmdaleifi Flotbryggja.pdf
ASK eftir breytingu.pdf
DSK 2. áfangi.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til bakaPrenta