Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 182

Haldinn á Hvanneyri,
19.09.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar Varamaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi
ÁG boðaði forföll og SGÞ sat fundinn sem varamaður


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2407001F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 75
Fundargerð lögð fram til kynningar
1.1. 2405005 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Indriðastaðahlíð 144 - Flokkur 2
Sótt er um að byggja hús, í umfangsflokki 2, frístundarhús, 138,0 m2 og geymsla/gistihús 48,5 m2.
Byggingaráform fyrir frístundarhús eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingafulltrúa.

Byggingaráformum fyrir geymslu/gistihús er hafnað þar sem það eru ekki í samræmi við deiliskipulag, hæð á mæni.
1.2. 2405008 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Indriðastaðahlíð 150 - Flokkur 2
Sótt er um að byggja hús í umfangsflokki 2, frístundarhús, 138,0 m2 og geymsla/gistihús 48,5 m2.
Byggingaráform fyrir frístundarhús eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingafulltrúa.

Byggingaráformum fyrir geymslu/gistihús er hafnað þar sem það eru ekki í samræmi við deiliskipulag, hæð á mæni.
1.3. 2405007 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Indriðastaðahlíð 148 - Flokkur 2
Sótt er um að byggja hús, í umfangsflokki 2, frístundarhús, 138,0 m2 og geymsla/gistihús 48,5 m2.
Byggingaráform fyrir frístundarhús eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingafulltrúa.

Byggingaráformum fyrir geymslu/gistihús er hafnað þar sem það eru ekki í samræmi við deiliskipulag, hæð á mæni.
1.4. 2405006 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Indriðastaðahlíð 146 - Flokkur 2
Sótt er um að byggja hús, í umfangsflokki 2, frístundarhús, 138,0 m2 og geymsla/gistihús 48,5 m2.
Byggingaráform fyrir frístundarhús eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingafulltrúa.

Byggingaráformum fyrir geymslu/gistihús er hafnað þar sem það eru ekki í samræmi við deiliskipulag, hæð á mæni.
1.5. 2405001 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Refsholt 31 - Flokkur 1
Sótt er um heimild til að byggja frístundarhús, umgangsfl. 1, á lóðinni, stæðr 141,8 m2.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
Skipulagsmál
2. 2404022 - Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Á 180. fundi nefndarinnar var formanni og lögmanni nefndarinnar falið að svara ráðuneytinu. Athugasemdum sveitarfélagsins var komið á framfæri við Innviðaráðuneytið með erindi dagsett þann 6. maí 2024. Niðurstaða ráðuneytisins er á þá leið að beiðni Landsnets er að svo stöddu synjað um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Það er mat ráðuneytisins að ekki sé til staðar ágreiningur á milli framkvæmdaraðila og sveitarfélags eða milli hlutaðeigandi sveitarfélaga vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Erindi sveitarfélagsins og ráðuneytisins lagt fram og kynnt.
Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.pdf
Svar ráðuneytisins við beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar - Holtavörðuheiðarlína 1.pdf
3. 2407002 - Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð nr. 902013
Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð nr. 90/2013, var í samráðsgátt stjórnvalda frá 3.-24. júní 2024. Samkvæmt samráðsgátt var engum boðið til þátttöku í samráði vegna þessa máls sem er nr. S-122/2024 í samráðsgáttinni. Sveitarfélagið sendi inn umsögn vegna þess og andmælir fyrirhugaðri reglugerð.
Umsögn hreppsnefndar lögð fram og kynnt.
Umsögn hreppsnefndar.pdf
4. 2204006 - Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
Tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn var auglýst í Morgunblaðinu þann 5. júlí 2024, Lögbirtingablaðinu þann 8. júlí 2024 og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. skipulagslaga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga. Skipulagsstofnun yfirfór framlögð gögn og gerði ekki athugasemdir við að skipulagstillagan yrði auglýst skv. 31. gr. sömu laga. Auglýsingartími tillögunnar var frá 8. júlí- 19. ágúst 2024. Hverjum þeim sem töldu sig eiga hagsmuna að gæta var gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 19. ágúst 2024. Umsagnir bárust frá 12 aðilum, sem sjá má á eftirfarandi slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/130/process.
Skipulagsfulltrúi kynnti innsendar umsagnir. Verið er að vinna í svörum til umsagnaraðila og afgreiðslu málsins frestað.
Úttekt.pdf
a1220-Breyting_Bátaskýli_bls 1 og 2_20240423.pdf
Framkvæmdarleyfi
5. 2206020 - Bakkakot, óleyfisframkvæmd
Forsvarsmenn Lands og skógs heimsóttu sveitarfélagið þann 8.7.2024. Markmið heimsóknarinnar var að fara yfir og kynna fyrir Landi og skógi framkvæmdir Skógræktarinnar í landi Stóru Drageyrar, Bakkakots og Stálpastaða sem átti sér stað 2022 og ekki voru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skorradalshrepps.
Minnisblað lagt fram og kynnt.
Minnisblað 20240708.pdf
6. 2206012 - Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd
Forsvarsmenn Land og skógs heimsóttu sveitarfélagið þann 8.7.2024. Markmið heimsóknarinnar var að fara yfir og kynna fyrir Landi og skógi framkvæmdir Skógræktarinnar í landi Stóru Drageyrar, Bakkakots og Stálpastaða sem átti sér stað 2022 og ekki voru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skorradalshrepps.
Minnisblað lagt fram og kynnt
Minnisblað 20240708.pdf
7. 2409012 - Stóra-Drageyri, Bakkakot, og Stálpastaðir, úrbætur vegna óleyfisframkvæmda
Land og skógur hefur unnið með málið áfram frá því að fundur var haldinn með sveitarfélaginu og stofnuninni, þ.e. frá 8.7.2024. Farnar hafa verið vettvangsferðir, teknar myndir af stöðunni og asparplöntur hafa verið fjarlægðar í mýri við Dragháls.
Skipulags og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr.13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir áframhaldandi lagfæringum vegna óleyfisframkvæmda í landi Stóru-Drageyrar, Bakkakots og Stálpastaða í samræmi við greinargerð Landgræðslunnar, dags. 8.11.2023 og Aðalskipulag Skorradalshrepps.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta