Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 173

Haldinn á Hvanneyri,
06.06.2023 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ástríður Guðmundsdóttir Aðalmaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2306002 - Umhverfismatsdagurinn 2023 - Loftslag og umhverfismat
Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, fer fram þann 8. júní nk. Málþingið verður helgað þætti loftslagsbreytinga þegar kemur að umhverfismati. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á vef stofnunarinnar.
Málið lagt fram til kynningar
2. 2306001 - Kerfisáætlun 2023-2032
Kerfisáætlun Landsnets, ásamt framkvæmdaáætlun og umhverfisskýrslu, er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 30. júní 2023. Opinn fundur var haldinn á Hótel Hamri þann 16. maí sl. Skipulagsfulltrúi mætti á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Hægt er að nálgast tillöguna á eftirfarandi slóð: https://landsnet.is/page/777a9be4-c458-4f10-b5ac-c37a4e7b168e
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir fundinum sem haldinn var á Hótel Hamri. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Fundargerð
3. 2305004F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 71
Fundargerð lögð fram til kynningar
3.1. 2304007 - Vatnsendahlíð 128, umsókn um byggingarheimild
Sótt er um að byggja aukahús á lóðinni 15,0 m2
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
3.2. 2304008 - Refsholt 57, umsókn um byggingarleyfi, stækkun
Sótt er um stækka núverandi hús, 110,4m2, um 39,4m2 þannig að endanleg stærð verður 149.7m2.
Byggingaráformin eru samþykkt.
3.3. 2304011 - Horn endurb. eldri byggingar
Sótt er endurbyggingu á eldri húsum á Horni sem urðu fyrir brunatjóni.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
3.4. 2209004 - Vatnsendahlíð 103 ums. um byggl.
Sótt er um að stækka núverandi frístundarhús um 37,9 m2, fyrir er húsið 53,2 m2, skv. fasteignaskrá. Alls verður því frístundarhúsið 91,1 m2
Málinu er frestað þar sem von er á nýjum gögnum.
3.5. 2302029 - Vatnsendahlíð 203, umsókn um byggingarl
Sótt er um að byggja 82,0 m2 frístundarhús
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
3.6. 2208010 - Vatnsendahlíð 16, stækkun
Sótt er um að stækka núverandi hús úr 46,8 m2 í 58,5 m2 auk þess er sótt um að byggja aukahús 23,5 m2.
(Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
3.7. 2302031 - Indriðastaðir 25
Sótt er um að byggja frístundarhús og geymslu, alls 96,6 m2
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugsemda byggingarfulltrúa.

Akvegur frá Dragavegi að frístundarhúsi er ekki hluti af samþykkt þessari.
3.8. 2305009 - Horn Ístak umsókn um vinnubúiðir
Sótt er um að reisa vinnubúðir, (gámar) alls 100,5 m2. Sótt er um að búðirnar standi í a.m.k. tvö ár.
Stöðuleyfi fyrir sjö einingar er samþykkt til 6 mánaða skv. reglum þar um.
Skipulagsmál
4. 2206011 - Aðalskipulag Skorradalshrepps
Hreppsnefnd afgreiddi á 183. fundi sínum að ekki væri þörf á heildar endurskoðun Aðalskipulags Skorradalshrepps.
Skipulags- og byggingarnefnd ætlar að hefja vinnu við endurskoðun á stefnumörkun um skógrækt og tengd mál.
5. 2306003 - Endurskoðun stefnumörkunar skógræktar, breyting aðalskipulags
Nefndin telur það aðkallandi að endurskoða stefnumörkun um skógrækt og tengd mál.
Skipulags- og byggingarnefnd mun vinna málið áfram.
6. 1704004 - Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi
Lögmaður sveitarfélagsins var falið að upplýsa dómsmálaráðuneytið um skort á refsiheimildum í lögum vegna brota fyrirtækja á lagaákvæðum varðandi umhverfisvernd. Erindið var sent inn til dómsmálaráðuneytisins þann 8. mars 2023.
Erindi lagt fram og kynnt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta