Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 197

Haldinn á Hvanneyri,
04.07.2024 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður
Sigrún G Þormar vék af fundi eftir dagskrálið nr. 13.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun
Hreppsnefnd átti fund með fulltrúum frá Landsneti s.l. mánudag, þann 1. júlí og var málið kynnt..
Kristinn Magnússon frá Landsneti og Ragnhildur Gunnarsdóttir Efla/Landsnet mættu á fundinn, s.l. mánudag.
2. 2206003 - Kjör oddvita
Samkvæmt samþykktum Skorradalshrepps í júní ár hvert skal kjósa oddvita til eins árs.
Kosning fór þannig:
Jón Eiríkur Einarsson, 3 atkvæði
Pétur Davíðsson, 2 atkvæði
Jón er því réttkjörinn oddviti til eins árs.
3. 2206004 - Kjör varaoddvita
Samkvæmt samþykktum Skorradalshrepps í júní ár hvert skal kjósa varaoddvita til eins árs.
Kosning varaoddvita til eins árs.
Guðný Elíasdóttir fékk 3 atkvæði.
Pétur Davíðsson fékk 1 atkvæði.
1 auður seðill.
Guðný Elíasdóttir kjörinn því varaoddviti til eins árs.
4. 2206006 - Samþykktir sveitarfélagsins.
Samþykktir lagðar fram til síðari umræðu.
Samþykktirnar samþykktar. Oddvita falið að senda þær til Innviðaráðuneytisins.
Skorradalshreppur.Samþykkt_sveitarfélagsins_2024.pdf
5. 2309008 - Sameiningarmál
Í bréfi dagsettu 31.maí 2024 leggur verkefnastjórn um óformlegar sameiningarviðræður Skorradalshrepps og Borgarbyggðar til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja að gengið verði til formlegra viðræðna um sameiningu skv. 119.gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Einnig lögð fram skýrsla KPMG.

Oddviti leggur fram tillögu eftirfarandi bókun.

"Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkir fyrir sitt leiti að hefja formlegar sameiningarviðræður við sveitarstjórn Borgarbyggðar skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Síðan lagt fram til fyrri umræðu: Hreppsnefnd skipar eftirtalda tvo aðalfulltrúa: Jón E. Einarsson og Kristín Jónsdóttir og til vara Pétur Davíðsson og Sigrún G Þormar í samstarfsnefnd sem skal kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna.

Hreppsnefnd beinir því til samstarfsnefndar að stefnt verði að kosningu um sameiningu vorið 2025. Samstarfsnefnd skal leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila við undirbúning tillögu sem lögð verður fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu. Samstarfsnefnd er falið að gera verk- og tímaáætlun fyrir verkefnið og sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði.

PD og SGÞ leggja fram eftirfarandi bókun!
"Núna liggur fyrir tillaga frá verkefnisstjórn vegna óformlegrar sameiningarviðræðna á milli Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, dagsett 31. maí s.l. um að hefja formlegar viðræður á milli sveitarfélaganna um sameiningu þeirra.
Skipun þessara verkefnastjórnar hefur þegar verið gerð athugasemd við, með erindi dagsettu 18. apríl s.l. til Innviðaráðuneytisins."

Áður en til afgreiðslu tillögunnar kemur teljum við að hreppsnefndarfulltrúinn Guðný Elíasdóttir sé ekki hæf um að greiða atkvæði um tillöguna með vísan til 2. m.gr. 20 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og eins með vísan til 3. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Við teljum þá staðreynd halla mjög á hæfi Guðnýjar í þessari atkvæðagreiðslu um að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna að hún, sem starfsmaður og ein af sviðsstjórum Borgarbyggðar, að hún sé undir húsbóndavaldi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og þannig ekki hæf að gæta hagsmuna Skorradalshrepps um þá ákvörðun að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Það má því leiða líkum af því að þessi staða gæti haft þær afleiðingar að hún gæti ekki greitt atkvæði gegn því í sveitarstjórn Skorradalshrepps um að hefja formlega viðræður við Borgarbyggð, vinnuveitenda sinn. Ef hún segði nei, þá gæti það skapað forsendur fyrir hennar yfirmann eða kjörna fulltrúa í sveitarstjórn Borgarbyggðar að setja hana til hliðar í starfi sínu þar eða látið hana gjalda þess á annan hátt, og þannig gert henni ókleift að sinna sínu starfi hjá Borgarbyggð. Af þeim sökum geta fjárhagslegir hagsmunir hennar verið undir.

Pétur Davíðsson
Sigrún G Þormar"



Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"GE er talin hæf, sbr. 7. mgr. 20 gr. sveitarstjórnarlaga til að greiða atkvæði um að hefja formlega viðræður um sameiningu við Borgarbyggð"

JEE, GE og KJ samþykkja tillöguna. SGÞ og PD greiða atkvæði gegn tillögunni.

PD og SGÞ leggja fram eftirfarandi bókun:

"Í ljósi samþykktar meirihluta hreppsnefndar um hæfi GE, þá áskilur minnihlutinn sér rétt til að óska eftir því, með kæru til Innviðaráðuneytisins, að ráðuneytið úrskurði um hæfi GE og eins allra hreppsnefndarmanna í ljósi 2. mgr. 20 gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 og eins 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1997, um að taka þátt í afgreiðslu á tillögu verkefnisstjórnar um að fara í formlegar sameiningarviðræður við Borgarbyggð.
Jafnframt um hæfi allra sveitastjórnarmanna til að sitja í samstarfsnefnd um sameiningu, sbr. vísun í sömu lagagrein.

Ástæða efasemda vísast þá til fyrri bókunar um hæfi GE, hér fyrr á fundinum.
Einnig áskilur minnihlutinn sér rétt til að óska eftir áliti Innviðaráðuneytisins á grundvelli 112 gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 á fyrrnefndri ákvörðun.

Pétur Davíðsson
Sigrún G Þormar"

Oddviti leggur þá til afgreiðslu áður framlagða tillögu sína um að hefja formlegar viðræður.

JEE, GE og KJ samþykkja tillöguna. SGÞ og PD greiða atkvæði gegn tillögunni.

Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæðum.



Bréf verkefnisstjórnar til sveitarstjórnar Skorradalshrepps 31.5.2024.pdf
Borgarfjörður-18.06.24.pdf
FS: Uppfærð gögn.pdf
6. 2007003 - Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar.
Oddviti fer yfir stöðuna.
7. 2406003 - Erindi til sveitarstjórna á Vesturlandi og í Kjósahrepp
Erindi frá Heilbrigðisnefnd Vesturlands varðandi bókun stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlissvæða á Íslandi frá 8.nóvember 2023 þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn taki undir bókun nefndarinnar gegn því að starfsemi heilbrigðiseftirlits verði færð til ríkisins.
Lagt fram. Hreppsnefnd tekur ekki afstöðu til bókunar stjórnar Samtaka heilbrigðissvæða á Íslandi.
20240527_Erindi til sveitarstjórna_undirritað.pdf
Bokun Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi.pdf
8. 2406004 - Erindi frá Innviðarráðuneytinu vegna álits
Erindi frá Innviðarráðuneytinu vegna álits um stöðu sveitarfélagsins.
PD og SGÞ

Undirritaðir vilja bóka eftirfarandi varðandi erindi Innviðaráðuneytisins frá 31. maí s.l.

"Hreppsnefnd hafði tvö valmöguleika sbr. erindi Innviðaráðuneytisins frá 10. maí 2023 s.l. Þar stóð m.a.

„Sveitarstjórnarlög kveða á um að sveitarstjórnum sveitarfélaga með undir 250 íbúa við sveitarstjórnarkosningar árið 2022 beri að hefja formlegar sameiningarviðræður við annað eða önnur sveitarfélög eða skila áliti til innviðaráðuneytisins um stöðu og getu sveitarfélagsins til þess að sinna lögbundnum verkefnum innan árs frá kosningunum.?

Ákveðið var að vinna álitið og var því skilað inn í maí 2023. Umsögn Innviðaráðuneytisins barst síðan í október s.l. og var álitið og umsögnin sett á heimssíðu sveitarfélagsins.
Samkvæmt leiðbeiningu ráðuneytisins hefði það verið gott að boðað hefði verið til kynningarfundar meðal íbúanna til að kynna álitið og umsögnina.
Ferilinn var því ekki kláraður, þar sem sveitarstjórn ákvað að fara í valkostagreiningu á fundi sínum 20. september s.l. . Framhald málsins vísast síðan til mála nr. 6 og 7 á fundi hreppsnefndar 18. október 2023, eins máls nr. 7 á fundi hreppsnefndar 14. desember 2023 og máls nr. 6 á fundi hreppsnefndar 17. janúar s.l.

Pétur Davíðsson
Sigrún G Þormar"

GE vil bóka eftirfarandi til viðbótar:
"Fyrr á þessum fundi var samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður við Borgarbyggð."


Oddvita falið að svara Innviðaráðuneytinu.
Samþykkt.
Skorradalshreppur.pdf
Umsögn um álit Skorradalshrepps 2023.pdf
Álit um stöðu sveitarfélaga með undir 250 íbúa (1).pdf
Skorradalshreppur lykiltolur 2022.pdf
9. 2306010 - Skólaakstur
Samningur um skólaakstur.
Oddvita falið að vinna að framlengingu samnings frá s.l. ári.

Samþykkt

KJ vék af fundinum við afgreiðslu málssins.
10. 2406005 - Hinseginhátíð Vesturlands
Óskað er eftir stuðning vegna Hinseginhátíðar Vesturlands.
Lagt fram. Ekki hægt að verða við erindinu.
11. 2402008 - Öruggara Vesturland
Lögð fram undirritaður samstarfsyfirlýsing sveitarfélaganna á Vesturlandi.
Sbizhubc25324062011340.pdf
12. 2407001 - Gjald sveitarfélagsins vegna lögbundins húsmæðra orlofs kvenna
Erindi vegna lögbundis húsmæðraorlof kvenna fyrir árið 2024.
Framlagið samþykkt.
13. 2406009 - Kvörtun vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins
Tekin fyrir kvörtun til Innviðarráðuneytisins vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins frá PD og ÓRÁ hreppsnefndarmönnum um hæfi/vanhæfi hreppsnefndarmanna í Skorradalshreppi.
PD vill bóka eftirfarandi:
"PD telur sig hæfan til að taka þátt í umræðu um erindið frá Innviðaráðuneytinu, þar sem enga stjórnsýsluákvörðun liggur fyrir að taka, við umræðu um erindi ráðuneytisins"

Hreppsnefnd kaus um vanhæfi PD vegna umfjöllunnar þessa máls og er hann vænhæfur með 3 greiddum atkvæðum.
PD. víkur af fundi.

GE og KJ vilja bóka eftirfarandi. 3 hreppsnefndarfulltrúar á móti 2 töldu í upphafi máls að PD væri vanhæfur að sitja undir eða fjalla um þetta mál, þar sem kvörtun til Innviðaráðuneytisins kemur frá PD og ÓRÁ. Því telja GE og KJ það ekki góða stjórnsýslu að heimila PD að leggja fram bókun fyrir atkvæðagreiðslu um vanhæfi samkv. 3.gr. lið 1 stjórnsýslulaga.

Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að svara fyrirspurn Innviðaráðuneytisins.

Samþykkt.
IRN24040132.pdf
Kvörtun vegna stjórnsýslu sveitarfélags.pdf
14. 2406008 - Tilkynning um undirskriftarsöfnun skv. sveitarstjórnarlögum
Bréf hefur borist frá Friðriki Karli Friðrikssyni vegna tilkynningar um fyrirhugða undirskriftarsöfnun.
Hreppsnefnd telur að tilkynningin uppfylli ekki skilyrði 2.gr reglugerðar nr. 155/2013 um undirskriftarsafnanir vegna almennra atkvæðgreiðslna samkvæmt sveitarstjórnarlögum.

Tilkynninguna skulu undirrita a.m.k þrír einstaklingar. Einnig má geta þess tilkynningarfrestur er liðinn samkvæmt 2.mgr. 2.gr reglugerðar nr. 155/2013 er tilgreint að undirskriftarsöfnun sem lýtur að ósk um atkvæðagreiðslu um tiltekna ákvörðun sem sveitarstjórn hefur þegar tekið skal frestur til þess, að tilkynna um fyrirhugaða undirskriftarsöfnun vera fjórar vikur frá því að ákvörðun er birt. Ákvörðunin var tekin fyrir 21.febrúar s.l. og birt á heimasíðu Skorradalshrepps í kjölfarið. Sá frestur er því liðinn.

Í ljósi þess að tímafresturinn er útrunninn, er erindinu um að undirskriftarsöfnun um kosningar vegna ákvörðunar um að hefja óformlegar viðræður við Borgarbyggð hafnað.

Samþykkt.

20240625_182308.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
15. 2406002F - Skipulags- og byggingarnefnd - 181
Lögð fram fundargerð frá 1.júlí s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum.
15.1. 2201007 - Indriðastaðahlíð 166, umsókn um byggingarleyfi
Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar af 73. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Lagðar eru fram teikningar þar sem sótt er um að breyta timburpalli í steypta verönd. Rými í kjallara breytist úr uppfyllt í óuppfyllt. Útlit breytist þannig að þær hliðar sem áður voru sökkulveggir í jörðu eru nú sjáanlegar.
Fundargerð samþykkt í öllum 3 liðum.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi skal mænishæð frá gólfi fyrir frístundahús vera að hámarki 5.5 m og 3.8 m fyrir aukahús. Haft skal sem viðmið að gólfhæð og hæð verandar yfir landi yfirstígi ekki 1.5 m. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn um að kjallari og sökkulveggir verði sjáanlegar þar sem að umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og byggingarskilmálum þess. Byggingarfulltrúa falið að upplýsa um niðurstöðu nefndarinnar.
15.2. 2404014 - Dagverðarnes 123, svæði 3, breyting deiliskipulags
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 13. maí 2024 til 13. júní 2024. Umsagnir bárust frá þremur aðilum en engin athugasemd á grenndarkynningartíma.
Fundargerð samþykkt í öllum 3 liðum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
15.3. 2404013 - Dagverðarnes, svæði 4, ný vegtenging, umsókn um framkvæmdaleyfi
Framkvæmdaleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Grenndarkynning fór fram 10.5-21.6.2024. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Slökkviliði Borgarbyggðar sem ekki gera neinar athugasemdir við framkvæmdina. 9 einstaklingar sendu inn umsagnir. Haldinn var fundur með lóðarhöfum, Vegagerðinni og sveitarfélaginu þann 20. júní 2024 á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem ágreiningur er um legu vegar. Í kjölfar fundar náðist samkomulag um að 2/3 hluti vegar myndi liggja á lóð L192317 og 1/3 hluti vegar myndi liggja á lóð L192318
Fundargerð samþykkt í öllum 3 liðum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja framkomna tillögu um legu aðkomuvegar sbr. yfirlitsuppdrætti, dags. 20. júní 2024, og uppfærða grunnmynd, dags. 3.maí 2024 og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar lokið er að þinglýsa kvöðum um aðkomu inn á svæði 4 í Dagverðarnesi á lóðir L192317 og L192318.
Fundargerðir til kynningar
16. 2406002 - Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr. 237, 238, 239, 240, 241, 242, 243 og 244
Lagðar fram.
17. 2406007 - Fundargerðir nr. 948, 949 og 950 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram
Skipulagsmál
18. 2404014 - Dagverðarnes 123, svæði 3, breyting deiliskipulags
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 13. maí 2024 til 13. júní 2024. Umsagnir bárust frá þremur aðilum en engin athugasemd á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
20240409_Breyt_deilisk Dagverðarness 123 í Skorradalshr.pdf
Dagverðarnes 123 - ósk um deiliskipulagsbreytingu.pdf
Framkvæmdarleyfi
19. 2404013 - Dagverðarnes, svæði 4, ný vegtenging, umsókn um framkvæmdaleyfi
Framkvæmdaleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Grenndarkynning fór fram 10.5-21.6.2024. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Slökkviliði Borgarbyggðar sem ekki gera neinar athugasemdir við framkvæmdina. 9 einstaklingar sendu inn umsagnir. Haldinn var fundur með lóðarhöfum, Vegagerðinni og sveitarfélaginu þann 20. júní 2024 á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem ágreiningur er um legu vegar. Í kjölfar fundar náðist samkomulag um að 2/3 hluti vegar myndi liggja á lóð L192317 og 1/3 hluti vegar myndi liggja á lóð L192318. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja framkomna tillögu um legu aðkomuvegar sbr. yfirlitsuppdrætti, dags. 20. júní 2024, og uppfærða grunnmynd, dags. 3.maí 2024 og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar lokið er að þinglýsa kvöðum um aðkomu inn á svæði 4 í Dagverðarnesi á lóðir L192317 og L192318.
Hreppsnefnd samþykkir framkomna tillögu um legu aðkomuvegar sbr. yfirlitsuppdrætti, dags. 20. júní 2024, og uppfærðri grunnmynd, dags. 3.maí 2024 og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar lokið er að þinglýsa kvöðum um aðkomu inn á svæði 4 í Dagverðarnesi á lóðir L192317 og L192318.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta