Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 179

Haldinn á Hvanneyri,
15.03.2023 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302020 - Gjaldskrá fyrir rotþróahreinsun í sveitarfélaginu
Lögð fram til seinni umræðu. Gjaldskráin samþykkt og oddvita falið að undirrita gjaldskrána og birta í B-deild stjórnartíðinda.
2. 2302019 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu og eyðingu í Skorradalshreppi
Lögð fram gjaldskrá til fyrri umræðu.
Lögð fram til seinni umræðu. Gjaldskráin samþykkt og oddvita falið að undirrita gjaldskrána og birta í B-deild stjórnartíðinda.
3. 2303003 - Kaup Björgunarsveitarinnar Oks á nýjum jeppa
Óskað er eftir styrk vegna kaupa á nýju jeppa.
Afgreiðslu frestað og oddvita falið undirbúa málið fyrir næsta fund.
4. 2303004 - Umsögn um rekstrarleyfi gististaða
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II í Mófellsstaðakoti.
Málinu frestað og oddvita falið óska eftir fresti á að skila umsögn hjá sýslumanni.

JEE vék af fundi við afgreiðslu málsins.
5. 2303005 - Hámarkshraðabreytingar í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi
Tekin hefur verið ákvörðun um að lækka hámarkshraðann á vegi 520-02 sem liggur í sunnanverðum Skorradal, nánar tiltekið í gegnum hverfið á Indriðastöðum. Verður hámarkshraðinn settur niður í 60 km/klst.
Lagt fram.
6. 2303006 - Erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Lagt fram erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis. Óskað eftir umsögn um "Samþykkt fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Hreppsnefnd samþykkir reglur um stjórn fjallaskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Einnig mælir hreppsnefndin með því að nefndin fái sér kennitölu.
7. 2303011 - Erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps. .
Óskað er heimildar sveitarstjórna til að breyta og hefja endurskoðun á fjallskilasamþykkt nr. 683/2015 m.s.br.
Samþykkt að heimila stjórn fjallskilaumdæmisins að breyta og/eða hefja endurskoðun á fjallskilasamþykkt.
8. 2303009 - Safnaklasi Vesturlands
Lagt fram erindi um stofnun safnaklasa Vesturlands
Oddviti leggur til að taka þátt í stofnun safnaklasa Vesturlands. Samþykkt.
9. 1811001 - Persónufulltrúamál sveitarfélagins.
Oddviti fór yfir samning vegna persónufulltrúa sveitarfélagsins.
Oddvita falið að skoða mál og verkefni persónufulltrúa og jafnframt heimilað að segja upp samningi við Dattaca Labs Iceland ehf.
10. 2209014 - Erindi frá oddviti
Áfram farið yfir samninga við byggingar- og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
11. 2303010 - Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að í samráðsgátt stjórnvalda eru gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Breytingarnar miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins.
Oddvita falið að senda inn umsögn um breytingarnar.
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2303001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 171
Lögð fram fundargerð frá 9. mars s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 10 liðum. GE vék af fundi undir afgreiðslu 4. liðar fundargerðinnar.
12.1. 2303002F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70
Fundargerð lögð fram til kynningar
12.2. 2302031 - Indriðastaðir 25
Málinu var vísað frá 70. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Óskað er eftir heimild til að byggja frístundahús og geymslu, samanlögð stærð þeirra er 96,9 fm. Engin bygging er á lóðinni. Lóðin er 3100 fm að stærð. Byggingarmagn er innan marka nýtingarhlutfalls í aðalskipulagi sveitarfélagsins sem er 0,05.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 24, 26, 31, 32, 33, landeigendum og Vegagerðinni sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br. þegar uppfærð gögn liggja fyrir.
12.3. 2210003 - Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags
Hreppsnefnd á að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til þess að endurskoða stefnumörkun gildandi aðalskipulags. Samkvæmt ákvæðum skipulagslaga skal það að jafnaði gert innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal ákvörðunin tilkynnt Skipulagsstofnun.
Farið var yfir stöðu aðalskipulags sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að farið verði í endurskoðun aðalskipulags Skorradalshrepps i ljósi breyttra aðstæðna í dalnum, er varðar meðal annars ferðaþjónustu, breyttra búhátta, efnistöku, annars iðnaðar og skógræktar.
12.4. 1911001 - Mófellsstaðir, framkvæmdaleyfi efnistöku í Kaldá
Óskað hefur verið eftir frá Mófellsstaðabúinu ehf. að framkvæmdaleyfi verði fellt úr gildi á svæði 8 sbr. aðalskipulagi sveitarfélagsins. Mófellsstaðabúið ehf. er framkvæmdaleyfishafi fyrir efnistöku á umræddu svæði, en félagið er að hætta rekstri. Teknir hafa verið samtals 2375 m3 frá því að framkvæmdaleyfi var gefið út þann 25.8.2020.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi dags. 25.8.2020 á svæði 8 sbr. aðalskipulagi verði fellt úr gildi.
12.5. 2206012 - Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd
Erindi hefur verið sent á Landgræðsluna þar sem farið er fram á leiðsögn um aðgerðir vegna óleyfisframkvæmda í landi Stóru Drageyrar. Landgræðslan hefur tekið jákvætt í erindið.
Formanni og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
12.6. 2206020 - Bakkakot, óleyfisframkvæmd
Erindi hefur verið sent á Landgræðsluna þar sem farið er fram á leiðsögn um aðgerðir vegna óleyfisframkvæmda. Landgræðslan hefur tekið jákvætt í erindið.
Formanni og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
12.7. 2208005 - Stálpastaðir, óleyfisframkvæmd
Málið var tekið fyrir á 166. fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að óskað verði eftir leiðsögn og leiðbeiningum Landgræðslunnar um hvað best sé að gera til að færa land til fyrra horfs og/eða skapa aðstæður til þróunar í þá átt.
12.8. 2207011 - Mat á umhverfisáhrifum - Kynningartími matsáætlunar - Brekka, vindorkugarður í Hvalfjarðarsveit
Álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir er varðar matsáætlun Brekku vindorkugarður í Hvalfjarðarsveit.
Álitið lagt fram og kynnt.
12.9. 2208006 - Kæra 86/2022 vegna skógræktar á Stóru Drageyri
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp úrskurð í máli 86/2022 og 87/2022. Úrskurðarorð eru: Hafnað er kröfu kærenda um að felldar verði úr gildi ákvarðanir hreppsnefndar Skorradalshrepps um að hafna umsóknum um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðunum Stóru Drageyri og Bakkakoti.
Úrskurður lagður fram og kynntur.
12.10. 2208007 - Kæra 87/2022 vegna skógræktar í Bakkakoti
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp úrskurð í máli 86/2022 og 87/2022. Úrskurðarorð eru: Hafnað er kröfu kærenda um að felldar verði úr gildi ákvarðanir hreppsnefndar Skorradalshrepps um að hafna umsóknum um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðunum Stóru Drageyri og Bakkakoti.
Úrskurður lagður fram og kynntur.
Fundargerðir til kynningar
13. 2303007 - Fundargerð 14. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis
Lögð fram
14. 2303008 - Fundargerð nr. 919 í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram
Skipulagsmál
15. 2210003 - Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags
Hreppsnefnd á að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til þess að endurskoða stefnumörkun gildandi aðalskipulags. Samkvæmt ákvæðum skipulagslaga skal það að jafnaði gert innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal ákvörðunin tilkynnt Skipulagsstofnun. Farið var yfir stöðu aðalskipulags sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að farið verði í endurskoðun aðalskipulags Skorradalshrepps i ljósi breyttra aðstæðna í dalnum, er varðar meðal annars ferðaþjónustu, breyttra búhátta, efnistöku, annars iðnaðar og skógræktar.
Umræður urðu um stöðu aðalskipulagsins. Hreppsnefnd frestar afgreiðslu og kynnir sér málið betur á milli funda.
Byggingarleyfismál
16. 2302031 - Indriðastaðir 25
Málinu var vísað frá 70. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Óskað er eftir heimild til að byggja frístundahús og geymslu, samanlögð stærð þeirra er 96,9 fm. Engin bygging er á lóðinni. Lóðin er 3100 fm að stærð. Byggingarmagn er innan marka nýtingarhlutfalls í aðalskipulagi sveitarfélagsins sem er 0,05. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 24, 26, 31, 32, 33, landeigendum og Vegagerðinni sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br. þegar uppfærð gögn liggja fyrir.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 24, 26, 31, 32, 33, landeigendum og Vegagerðinni sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br. þegar uppfærð gögn liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Framkvæmdarleyfi
17. 1911001 - Mófellsstaðir, framkvæmdaleyfi efnistöku í Kaldá
Óskað hefur verið eftir frá Mófellsstaðabúinu ehf. að framkvæmdaleyfi verði fellt úr gildi á svæði 8 sbr. aðalskipulagi sveitarfélagsins. Mófellsstaðabúið ehf. er framkvæmdaleyfishafi fyrir efnistöku á umræddu svæði, en félagið er að hætta rekstri. Teknir hafa verið samtals 2375 m3 frá því að framkvæmdaleyfi var gefið út þann 25.8.2020. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi dags. 25.8.2020 á svæði 8 sbr. aðalskipulagi verði fellt úr gildi.
Hreppsnefnd samþykkir að fresta niðurfellingu framkvæmdarleyfis til næsta fundar. JEE og PD falið að afla gagna.

GE vék af fundi við afgreiðslu málsins.
18. 1911001 - Mófellsstaðir, framkvæmdaleyfi efnistöku í Kaldá
Lagt fram erindi frá eigendum Mófellsstaða dagsett 13. mars, varðandi framkvæmdaleyfa í Kaldá.
Hreppsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar. JEE og PD falið að afla gagna og upplýsinga. JEE falið að svara spurningum erindins.

GE vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:45 

Til bakaPrenta