Staðardagskrá 21 er heildaráætlun sveitarfélaga sem miðar að sjálfbærri þróun hvers samfélags á 21. öldinni. Áætlunin snýst ekki eingöngu um umhverfismál í venjulegum skilningi, heldur er henni ætlað að taka jafnframt tillit til efnahagslegra og félagslegra þátta. Því er Staðardagskrá 21 fyrst og fremst velferðaráætlun.
Æskilegt er að Staðardagskráin sé endurskoðuð á nokkurra ára fresti, til að hægt sé að taka tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa á samfélögunum, bæði að taka út þau verkefni sem búið er að framkvæma sem og að bæta nýjum inn sem eru aðkallandi í ljósi breyttra aðstæðna.
Nú er unnið að endurskoðun Staðardagskrárinnar fyrir Skorradalshrepp og eru komin drög að 2. útgáfu hennar, sem má sjá hér. Leitað er eftir skoðunum íbúa, bæði heimamanna og íbúa sumarhúsasvæða, á þessum drögum. Sendið ykkar álit drögunum á formann Staðardagskrárnefndar, K. Huldu Guðmundsdóttur, í netfangið khuldag@hive.is.