Leitarvél

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Atburðadagatal

S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
Fyrri mánuður
september 2019
Næsti mánuður

Atburðir framundan

    Ekkert

Fréttir

28. ágúst 2019 09:39

smalamennskur og réttir haustið 2019

Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að göngum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum.

Hornsrétt Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri.
Fyrri rétt er sunnudaginn 8.september kl:10:00 og leitardagur er  laugardaginn 7.september.
seinni rétt er
laugardaginn 21.september þegar að smölun lýkur.

Svarthamarsrétt: Leitarsvæðið eru allar jarðir í Skorradalshrepp sunnan Fitjaár allt að landi Litlu – Drageyrar.
Fyrri rétt er sunnudaginn  8.september  kl: 10:00 og leitardagar eru
6.-7. september.
Seinni rétt er  sunnudaginn 29.september þegar að smölun lýkur.

Oddsstaðarétt:  Leitarsvæði nær yfir öll lönd jarða í norðanverðum Skorradal.
Fyrri rétt er miðvikdaginn 11.september kl:09:00  og  leitardagar heimalanda eru 7. og 8. september.
Seinni rétt er sunnudaginn 29.september kl. 10:00.

 

Athygli er vakin á því að landeigendum jarða ber að smala sín heimalönd og nauðsynlegt er að gera það á settum smaladögum.

 

Oddviti Skorradalshrepps

 

sdfmeira...

14. ágúst 2019 08:21

Hreppsnefndarfundi FRESTAÐ

Vegna heyanna verður að fresta hreppsnefndarfundi nr 134 til miðvikudagsins 21.ágúst kl:20:30. Fundurinn er haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins. 

sdfmeira...

9. júlí 2019 02:21

Óvissuástandi vegna eldhættu sem verið hefur á Veturland var aflýst 3. júlí.

Ágætu Skorrdælingar, vegna mikilla þurrka í vor og sumar hefur umræðan um eldhættu

í Skorradalnum, verið mikið til umræðu, á ýmsum stöðum. Þrátt fyrir að rignt hafi, hefur 

sú rigning haft lítil áhrif, því jarðvegur var orðin svo þurr. 

Óvissuástandi sem lýst var yfir á Vesturlandi, var aflétt þann 3. júlí, en það þýðir ekki að 

fólk þurfi ekki að fara varlega með opinn eld. Ég hvet því alla til þess, að vera áfram á 

verði og fara varlega, varðandi opin eld og hættuni sem það skapar.

Njótið góða veðursins, en farið varlega.


 

B. kv.  Árni Hjörleifsson  oddviti   

 

sdfmeira...

12. júní 2019 12:27

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum

Ríkislögreglustjóri hefur í samráð við lögreglustjóra á Vesturlandi lýsti yfir óvissustígi almannavarna vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi og þá sérstaklega í Skorradal. Fólk og landeigendur eru beðnir um að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem mikill gróður er. 

sdfmeira...

12. júní 2019 12:24

Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal

Hægt er að kynna sér skýrslu Almannavarna vegna gróðurelda í Skorradal undir síðunni umhverfismál.

sdfmeira...

11. júní 2019 08:48

Hreppsnefndarfundur nr. 133

Hreppsnefndafundur no. 133 verður haldin fimmtud. 13. Júní kl 20.3o

 

      Dagskrá:

 

 

      1.       Fasteignagjöld ( gestur Sveinn Óskar Hafliðason frá Motus )

      2.       Styrkbeiðni ( leiksvæði skilti )

      3.       Ljósleiðari  ( staða mála )

      4.       Vatnsmál   ( Indriðastaðir )

      5.       Brunavarnir 

      6.       Þjónustusamningur ( fötlunarmál )

      7.       Skönnunarmál 

      8.       Grænbókin ( umsögn)

      9.       Loftslagsmál ( heimsmarkmið) 

    10.       Bókhaldsmál (samningar )

    11.       Kosningar  ( oddvita og varaoddvita )

 

 

     Framlagðar fundagerðir:   Skipulag- og Bygginganefnd,            

sdfmeira...

8. júní 2019 10:38

VARÚÐ FARIÐ VARLEGA MEÐ ELD

Ágætu  Skorrdælingar, ég vill vekja athygli ykkar á því

að nú þegar þurrt er í veðri og jörð frekar þurr. 

Er mikil  nauðsyn á því að fara varlega með opinn eld. 

Þá er sérstaklega mikil hætta á gróðureldum, þar sem kjarr og skógur er. því eru allir sem vilja njóta fegurðar Skorradalsins, beðnir að hafa þessa hættu í huga.

 

Bestu kv. og vonandi gott og ánægjulegt sumar.

           Árni Hjörleifsson oddviti 

sdfmeira...

2. júní 2019 02:13

Tillaga nýs deiliskipulags tveggja íbúðalóða

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 130. fundi sínum þann  13. mars 2019 að auglýsa deiliskipulag tveggja íbúðalóða í landi Fitja skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br..

 

Lýsing deiliskipulagsverkefnisins stóð yfir frá 25. sept. til 9. okt. 2018. Opinn dagur vegna lýsingar deiliskipulagsverkefnis var á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. sept. 2018. Engar ábendingar bárust á auglýsingartíma lýsingar eða á opnum degi.  Tillaga deiliskipulags var kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum þann 28. maí 2019 með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins.  Engar ábendingar bárust.

 

Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar tveggja íbúðalóða sem eru 0,5 að stærð hvor. Heildar byggingarmagn er 200 fm á hvorri lóð og hámarks mænishæð er 7.5 m frá óhreyfðu landi.

 

Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is frá 5. júní til og með 17. júlí 2019. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 17. júlí 2019.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á netfangið skipulag@skorradalur.is.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. 

 

Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps 

sdfmeira...