Íbúasamráð um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Íbúasamráð um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps boðar til samráðsfundar í Hjálmakletti þann 23. janúar nk. kl. 20:00-21:30.

Á fundinum verður farið stuttlega yfir stöðu viðræðnanna og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi sameiningu.

Dagskrá:

  1. Kynning á stöðu sameiningaviðræðna
  2. Vinnustofa um sameiningarmál, tækifæri og áskoranir

Mögulegt verður að taka þátt í fundinum í Teams-fjarfundarkerfinu. Fjarfundargestum er bent á að ganga úr skugga um að hljóðnemi þeirra og myndavél virki fyrir fundinn svo þau geti tekið virkan þátt í vinnustofunni.

Smellið hér til að tengjast fundinum. eða skannaðu QR – Kóðann