Efnt verður til íbúakosninga um tillögu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar á tímabilinu 5.-20. september nk. Á kjörskrá í Skorradalshreppi eru allir íbúar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi kosninganna og uppfylla önnur skilyrði um kjörgengi.
Kjörstaður verður í Laugabúð í Skorradal og verður hann opinn á eftirfarandi tímum:
- september 10:00-14:00
8., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.
20. september kl. 10:00-18:00.
Þeir sem ekki komast á kjörstað geta óskað eftir að fá kjörgögn afhent eða send í pósti eða tölvupósti með því að senda beiðni á postkosning@borgfirdingar.is. Kjósandi í póstkosningu þarf sjálfur að koma atkvæði sínu í hendur kjörstjórnar fyrir lokun kjörstaða kl. 18, laugardaginn 20. september.
Nánari upplýsingar um kosningarnar og forsendur tillögunnar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is.