Ljósmyndasýning Jóhanns Páls Valdimarssonar bókaútgefanda stendur nú yfir í gallerí Fjósakletti á Fitjum. Sýningin er opin milli 14 og 18 daglega, en lokað
mándaga og þriðjudaga. Myndirnar eru allar teknar í Skorradal og
nágrenni og eru til sölu. Allur ágóði rennur til stuðnings endurbyggingar elsta hússins í Skorradal sem er pakkhúsið í Vatnshorni. Því húsi gerir Sveinn Skorri Höskuldsson m.a. góð skil í bókinni Svipþingi.
Í haust, 2. október er svo komið að málþinginu um Svein Skorra sem var á dagskrá í vor en þurfti að fresta. Málþingið er á vegum Snorrastofu og Háskóla Íslands. Nánar auglýst þegar nær dregur.
Á Fitjum er einnig sölusýning félaga í Félagi trérennismiða. Margt fallegra listmuna úr íslenskum efniviði í tilefni af alþjóðlegu ári skóga.