Hreppslaug

Ungamennafélagið Íslendingu vinnur núna hörðum höndum að því að gera Hreppslaug klára fyrir sumarið svo hægt sé að opna hana að nýju eftir árs hlé. Stefnt er að því að opna laugina um 17. júní og verður hún höfð opinn alla daga, en það verður auglýst betur þegar nær dregur. Jafnfram óskar ungmennafélagið eftir starfskröftum til að sinna sundlaugargæslu og þurfa viðkomendur að vera eldri en 18 ára. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 8477725.