Hreppsnefndarfundur

Fundur verður haldinn í hreppsnefnda Skorradalshrepps miðvikudaginn 9. september kl:21 að Grund.

Áskrifandi af frétt

Núna er hægt að vera áskrifanda af fréttasíðu Skorradalshrepps. Með því að smella á Gerast áskrifandi að fréttum Skorradalshrepps þá er send tilkynning í tölvupósti í hvert sinn sem ný frétt fer inn á vefinn. Endilega nýtið ykkur þennan möguleika.

Fundargerðir

Fundargerð frá síðasta hreppsnefndarfundi er kominn inn á vefinn ásamt síðustu fundargerð umhverfisnefndar.

Hreppslaug

Hreppslaug verður opinn helgina 29. og 30. ágúst n.k. frá 12-20. Verður þetta síðast helgin sem laugin verður opinn í sumar.

Fundargerðir

Fundargerðir síðustu þriggja hreppsnefndafunda eru nú loksins komnar inn á vefinn.

Gallerí fjósaklettur á Fitjum í Skorradal

Gunnlaugur Stefán Gíslason (Gulli) opnar málverkasýningu laugardaginn 27. júní kl. 14 í Gallerí Fjósaklettur á Fitjum og stendur sýningin til 19. júlí. Opið er daglega frá kl. 13 og til mjalta. Gulli er fæddur í Hafnarfirði 1944, sonur Vigdísar K. Stefánsdóttur frá Fitjum. Hann hefur starfað sem myndlistamaður og myndlistakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands ,Myndlistaskóla Reykjavíkur, Miðstöð símenntunar í …

Örnefnakort

Mánudaginn 22. júní afhenti Sigurgeir Skúlason landfræðingur, hreppsnefnd Skorradalshrepps örnefnamyndir af öllu sveitarfélaginu. Tilgangur verksins er að forða staðsetningu örnefna frá gleymsku og gefa áhugasömum tækifæri til að nálgast örnefnamyndir af svæðinu.