Hreppsnefndarfundur nr. 214

Hreppsnefndarfundur nr. 214 verður haldinn föstudaginn 26.september kl. 16 á skrifstofu sveitarfélagsins Hvanneyrargötu 3. Dagskrá: Vatnsmál í Birkimóa Niðurstaða íbúakosningar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradals og skipun stjórnar til undirbúnings stofnunar sameinaðs sveitafélags Mál í samráðsgátt frá Innviðaráðherra um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnalögum

Niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

Í Skorradal voru 61 á kjörskrá. Alls greiddu 54 atkvæði eða 88,5%. 32 sögðu já eða 59,3% 22 sögðu nei eða 40,7%. Í Borgarbyggð voru 3137 á kjörskrá. Alls greiddu 501 atkvæði eða 16%. 417 sögðu já eða 83,2% greiddra atkvæða, 82 sögðu nei eða 16,4%, Tveir seðlar voru auðir. Niðurstaðan er því sú að sameining var samþykkt í báðum …

Hreppsnefndarfundur nr. 213

Hreppsnefndarfundur nr.213 verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hvanneyrargötu 3, kl. 20 Dagskrá: Almenn mál 1. Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands – 2509009 2. Umsókn um styrk – 2509008 3. Áform um breytingu á fyrirkomulagi eftirlits í samráðsgátt – 2509011 4. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins – 2208002 5. Fjárhagsáætlun 2025 – 2409004 6. Erindi frá oddviti – 2209014 7. Haustþing SSV – 2509010 Fundargerðir …

Sameingakosningar Borgarbyggðar og Skorrdalshrepps

Talning atkvæða fer fram þegar að öllum kjörstöðum hefur verið lokað þann 20.september 2025 og búið að safna saman kjörkössum og fara yfir utankjörfundaratkvæði. Tanling hefst kl 19 í Hjálmakletti þann sama dag. Úrslit verða birt að talningu lokinni.

Hreppsnefndarfundur nr. 212

Hreppsnefndarfundur nr. 212 verður haldinn fimmtudaginn 4.september kl. 17 á skrifstofu sveitarfélagsins Hvanneyrargötu 3. Dagskrá: Almenn mál 1. Kerfisáætlun 2025-2034, umhverfismat áætlana – 2504009 2. Fjárhagsáætlun 2025 – 2409004 3. Fjárhagsáætlun 2025 – 2409004 4. Styrkbeiðni félags fósturforeldra – 2509001 5. Skólaakstur veturinn 2025-26 – 2507010 6. Barnamenningarhátíð – 2509002 7. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins – 2208002 8. Erindi frá oddviti – …

Kaffiboð

Miðvikudaginn 3. september n.k er öllum kjósendum í Skorradalshreppi boðið til kaffisamsætis til að ræða, hlusta og skiptast á skoðunum um málefni er varða kosningar um sameiningu Skorradalshrepps við Borgarbyggð.  Boðið er haldið í fundarsal á miðhæð Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri og hefst kl. 17.00 og stendur til 21.00.  Ætlunin er að reyna að hafa þetta spjall á óformlegum nótum, …

Smalamennskur og réttir 2025

Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að göngum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum. Hornsrétt Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri. Fyrri rétt er sunnudaginn 14.september kl:10:00 og leitardagur er laugardaginn 13.september. seinni rétt er laugardaginn 27.september þegar að smölun lýkur. Svarthamarsrétt: Leitarsvæðið …

Hlekkur á íbúafund um tillögu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á fundinum verður farið yfir álit samstarfsnefndar, helstu forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninga um tillögu um sameiningu. Fundargestir á netinu geta sent inn fyrirspurnir í spjalli. Smellið hér til að tengjast.

Kjörskrá vegna sameiningakosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

Kjörskrá Skorradalshrepps vegna sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar liggur frami á opnunanartíma skrifstofu sveitarfélagsins mánudaga og fimmtudaga kl 10 -12 og einnig hjá oddvita frá og með 22.ágúst fram að fyrsta kjördegi sem er 5.september 2025.