Hreppsnefndafundur nr. 206

Hreppsnefndarfundur nr 206 verður haldinn miðvikudaginn 30.apríl 2025 kl. 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá 1. Ársreikningur 2024 – 2504008 2. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – 2007003  3. Holtavörðuheiðarlína 1 – 2205001 Fundargerð 4. Skipulags- og byggingarnefnd – 188 – 2503003F Skipulagsmál 5. Vatnsendahlíð 189, 8. áfangi, breyting deiliskipulags – 2504007 6. Dagverðarnes 12, svæði 1 – Breyting deiliskipulags – …

Sumarkveðja

Skorradalshreppur óskar sveitungum sínum, sumarhúsaeigendum og öðrum velunnurum gleðilegs sumars, með þökk fyrir veturinn.

Losun trjáúrgangs

Heimilit er að losa trjáúrgang í landi Mófellsstaða vestan megin við Kaldá á sama stað og verið hefur. ATHUGIÐ EINGÖNGU TRJÁÚRGANG, ekkert í pokum. VINSAMLEGAST EKKI SETJA TRJÁÚRGANG Á GÁMAPLANIÐ EÐA ANNARSSTAÐAR NEMA ÞÁ Á YKKAR LÓÐ. Göngum vel um dalinn okkar og virðum fyrirmæli.

Hreppsnefndarfundur nr. 205

Hreppsnefndarfundur nr. 205 verður miðvikudaginn 19.mars á skrifstofu sveitarfélagsins Hvanneyrargötu 3 kl. 16. Dagskrá Almenn mál 1. Heimsókn til sveitarfélaganna á Vesturlandi – 2503008 2. Drög að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga – 2503006 3. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins – 2208002 4. Bréf til sveitarfélaga – 2503005 5. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – 2007003 6. Ósk um úrskurð um hæfi/vanhæfi hreppsnefndarmanna – …

Sveitarfélögin á Vesturlandi óska eftir fundi með forsætisráðherra um neyðarástand í vegamálum á Vesturlandi

Sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa sent forsætisráðherra bréf vegna þess neyðarástands sem hefur verið í vegamálum undanfarið. Í erindinu kemur fram að óskað er eftir fundi sem fyrst með forsætisráðherra og viðkomandi fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og anrra vefarenda og ástand veganna skerði ekki atvinnu- og mannlíf …

Hreppsnefnarfundur nr. 204

Hreppsnefndarfundur nr. 204 verður haldinn miðvikudaginn 19.febrúara kl. 17 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá Almenn mál 1. Kvörtun vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins – 2406009 2. Kvörtun vegna stjórnsýslu Skorradalshrepps – 2410012 3. Erindi frá Innviðarráðuneytinu vegna óska íbúa um almenna atkvæðagreiðslu ákvörðun hreppsnefndar í Skorradalshreppi – 2411003 4. Spillefnagámur – 2502009 5. Styrkur til ungmenna – 2502010 6. Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til …

Upplýsingavefur samstarfsnefndar

Borgfirdingar.is er nýr vefur samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Þar er að finna ýmsar upplýsingar og gögn um sameiningaviðræður sveitarfélagana. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir og ábendingar til samstarfsnefndar á síðunni.

Tillaga nýs deiliskipulags frístundabyggðar Kiðhúsbala í landi Fitja

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 201. fundi sínu þann 26.11.2024 að auglýsa fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum tillögu deiliskipulags níu frístundalóða í Kiðhúsbala í landi Fitja, sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og að sótt verði um undanþágu á d. lið gr. 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 hjá innviðarráðherra um fjarlægð byggingarreita frá Skorradalsvegi (508) verði 25 m …

Lausar íbúðahúsalóðir í Birkimóa

Skorradalshreppur hefur til úthlutunar þrjár íbúðahúsalóðir við Birkimóa í Skorradal. Um er að ræða 800, 840 og 920 fm lóðir sem eru tilbúnar til úthlutunar. Upplýsingar verða veittar á opnunartíma skrifstofu hreppsins eða í símum 431 1020/847 7718

Íbúasamráð um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Íbúasamráð um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps boðar til samráðsfundar í Hjálmakletti þann 23. janúar nk. kl. 20:00-21:30. Á fundinum verður farið stuttlega yfir stöðu viðræðnanna og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi sameiningu. Dagskrá: Kynning á stöðu sameiningaviðræðna Vinnustofa um sameiningarmál, tækifæri og áskoranir Mögulegt verður að taka þátt í fundinum í Teams-fjarfundarkerfinu. Fjarfundargestum er …