Hlekkur á íbúafund um tillögu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á fundinum verður farið yfir álit samstarfsnefndar, helstu forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninga um tillögu um sameiningu. Fundargestir á netinu geta sent inn fyrirspurnir í spjalli. Smellið hér til að tengjast.

Kjörskrá vegna sameiningakosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

Kjörskrá Skorradalshrepps vegna sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar liggur frami á opnunanartíma skrifstofu sveitarfélagsins mánudaga og fimmtudaga kl 10 -12 og einnig hjá oddvita frá og með 22.ágúst fram að fyrsta kjördegi sem er 5.september 2025.

Íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti. Á fundinum verður kynnt álit samstarfsnefndar og forsendur hennar, auk þess sem farið verður yfir fyrirkomulag kosninga um tillöguna sem fram fara 5.-20. september. Kynningunni verður streymt á internetinu. Hlekkur á streymið verður birtur á upplýsingasíðu samstarfsnefndar, borgfirdingar.is eftir hádegi á fundardag.

Hreppsnefndarfundur nr. 211

211. fundur hreppsnefnd verður haldinn á Hvanneyri, miðvikudaginn 20. ágúst 2025 og hefst kl. 17:00 Dagskrá: Almenn mál 1. Ljóspunktur ehf. – 2301004 2. Skólaakstur veturinn 2025-26 – 2507010 3. Úrsögn úr skipulags- og byggingarnefnd – 2508008 Fundargerð 4. Skipulags- og byggingarnefnd – 192 – 2508002F Fundargerðir til kynningar 5. Fundur verkefnahóps um formlegar sameiningarviðræður Borgarbyggðar og Skorradalshrepps – 2404011 …

Kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar 5.-20. september 2025

Efnt verður til íbúakosninga um tillögu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar á tímabilinu 5.-20. september nk. Á kjörskrá í Skorradalshreppi eru allir íbúar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi kosninganna og uppfylla önnur skilyrði um kjörgengi. Kjörstaður verður í Laugabúð í Skorradal og verður hann opinn á eftirfarandi tímum: september 10:00-14:00 8., 10., 15. og 18. september kl. …

Hreppsnefndarfundur nr.210

Hreppsnefndarfundur nr. 210 verður haldinn á skrifstofu Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, miðvikudaginn 13.júní kl.19:00 Dagskrá: Almenn mál 1. Skipun kjörstjórnar – sameining við Borgarbyggð – 2506010 2. Framkvæmd íbúakosninga – sameining við Borgarbyggð – 2508001 

Trjáúrgangur – Lokun

Frá og með 1.ágúst 2025 verður lokað fyrir mótttöku á trjáúrgangi á Mófellsstöðum. Vinsamlegast virðið lokunina og ekki setja trjá eða gróðurúrgang á gámaplan  né annars staðar. Göngum snyrtilega og vel um gámaplanið og umhverfið okkar. Ákörðun um framhald móttöku trjáúrgangs verður tekin síðar.

Trjákurl til sölu

Skorradalshreppur hefur trjákurl til sölu í stórsekkjum. Sekkurinn kostar 15.000kr.- upplýsingar gefur  oddviti í síma 8477718

Hreppsnefndarfundur 16.júlí kl. 16:30

Hreppsnefndarfundur Skorradalshrepps verður haldinn miðvikudaginn 16.júlí n.k á skrifstofu sveitarfélagsins Hvanneyrargötu 3. Dagskrá: Almenn mál 1. Húsnæðisáætlun sveitarféalgsins 2025 – 2505010 2. Ljóspunktur ehf. – 2301004 3. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – 2007003 4. Beiðni um fjárhagsstuðning vegna húsnæðiskaupa – 2505009 5. Vatnsveitufélag frístundalóðaeigenda Indriðastaðalands, fyrirspurn – 2311002 Fundargerð 6. Skipulags- og byggingarnefnd – 190 – 2507001F Skipulagsmál 7. …

Álit samstarfsnefnda um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur skilað af sér áliti til sveitarstjórna sveitarfélaganna, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða samstarfsnefndar er að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Í skilabréfi nefndarinnar til sveitarstjórna segir eftirfarandi: …