Samkvæmt samningi á milli Skorradalshrepps og Íslenska Gámafélagsins er búið að setja inn auka losun á grænu tunnunni fyrir jól. Verður hún losuð á mánudaginn, 23. desember n.k.
Venjuleg losun á svörtu/gráu tunnunni er næst þann 30. desember n.k. og venjuleg losun á grænutunnunni þann 2. janúar n.k.
Jólagjafapappír má fara beint í grænu tunnuna og eins má setja pappakassa af flugeldatertum, eftir að búið er að skjóta upp, líka í grænu tunnuna.