Núna um sjöleytið í kvöld var færð verulega farin að spillast bæði sunnan og norðan megin í Skorradalnum og eru komnir talsverðir skaflar sem ekki eru færir fólksbílum. Eins skefur líka frá bílum sem hafa verið skildir eftir í vegkanti. Ekki hefur verið mokað í sumarhúsahverfin og eru þau því ófær. Ef fólk lendir í vandræðum má það leyta til Tryggva í síma 8692900.