Fréttatilkynning

Föstudaginn 6. ágúst, var undirritaður verksamningur milli Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps annars vegar og Íslenska Gámafélagsins ehf hins vegar um sorphirðu, rekstur móttökustöðva og ráðstöfun þess sorps sem til fellur.
Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um endanlega staðfestingu sveitarstjórnanna.
Samningurinn tekur gildi 1. sept. n.k. og er til 5 ára eða 31. ágúst 2015 með þeirri undantekningu að hann tekur gildi 1. nóv n.k. í Skorradalshreppi.
Þá verður jafnframt hrint í framkvæmd breytingu á núverandi sorphirðukerfi þ.e. tekið verður upp 2ja tunnu kerfi þar sem gert er ráð fyrir aukinni flokkun sorps frá því sem nú er.
Kynning á hinu breytta fyrirkomulagi mun fara fram í ágúst og september með kynningarfundum og útgáfu handbókar sem dreift verður til íbúa.
Kynningarfundirnir verða auglýstir síðar.