Gunnlaugur Stefán Gíslason (Gulli) opnar málverkasýningu laugardaginn 27. júní kl. 14 í Gallerí Fjósaklettur á Fitjum og stendur sýningin til 19. júlí. Opið er daglega frá kl. 13 og til mjalta. Gulli er fæddur í Hafnarfirði 1944, sonur Vigdísar K. Stefánsdóttur frá Fitjum. Hann hefur starfað sem myndlistamaður og myndlistakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands ,Myndlistaskóla Reykjavíkur, Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði og haldið námskeið og fyrirlestra um myndlist