Jólatréssala Skógræktarfélags Borgarfjarðar og Björgunarsveitarinnar Oks verður opin í Reykholtsskógi, Reykholtsdal, laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. desember nk. frá kl. 10 til 16.
Þetta er í fyrsta skipti sem jólatré eru seld úr þessum fallega skógi en þar er að finna allar stærðir og gerðir jólatrjáa (rauðgreni, stafafuru og blágreni).
Börnunum og öðrum áhugasömum er boðið að fara í stutta skemmtiferð í snjóbíl Björgunarsveitarinnar Oks á milli kl. 13-15 báða dagana.
Heyrst hefur að jólasveinar ætli að koma og leita sér að jólatré í Reykholtsskógi, einmitt þessa helgi!
Boðið verður upp á kaffi, heitt kakó og smákökur og á staðnum er fín aðstaða til þess að tylla sér niður og fá sér nesti!
Búðu til skemmtilega jólahefð með okkur í Reyholtsskógi.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Björgunarsveitin Ok