Miðvikudaginn 3. september n.k er öllum kjósendum í Skorradalshreppi boðið til kaffisamsætis til að ræða, hlusta og skiptast á skoðunum um málefni er varða kosningar um sameiningu Skorradalshrepps við Borgarbyggð. Boðið er haldið í fundarsal á miðhæð Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri og hefst kl. 17.00 og stendur til 21.00. Ætlunin er að reyna að hafa þetta spjall á óformlegum nótum, líkast „kaffistofuspjalli“, sem vonandi verður upplýsandi og uppbyggilegt.
Vonast til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja,
Óli Rúnar Ástþórsson
hreppsnefndarmaður“