Fulltrúar nefndar um nýja fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð boða til opins kynningarfundar þar sem kynnt verða drög að nýrri sameiginlegri fjallskilasamþykkt fyrir þessi fjögur sveitarfélög.
Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Valfelli sem er norðan við Borgarnes þann 12. febrúar og hefst kl. 20:30.