Sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa sent forsætisráðherra bréf vegna þess neyðarástands sem hefur verið í vegamálum undanfarið. Í erindinu kemur fram að óskað er eftir fundi sem fyrst með forsætisráðherra og viðkomandi fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og anrra vefarenda og ástand veganna skerði ekki atvinnu- og mannlíf á svæðinu.
Erindið til forsætisráðherra má lesa hér: Vesturland erindi til ríkisstjórnar_18022025
Á fjölmennum fundi Kristrúnar Forstadóttur forsætisráðherra 20.febrúar sl. fengu fulltrúar sveitarfélaganna og SSV tækifæri til að þess að fylgja erindu eftir.
mynd og texti fengi af vef ssv.is