Skorradalshreppur auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi „S1 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir“ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar nýja skilmála fyrir deiliskipulag á svæði 1 í Dagverðarnesi. Eldri samþykktar skilmálabreytingar munu falla úr gildi við gildistöku nýrra skilmála.
Breytingin verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is frá 12. júlí nk. til og með 30. ágúst 2012.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út þann 30. ágúst 2012. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á netfangið skipulag@skorradalur.is . Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.