106 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 106
Miðvikudaginn 8. mars 2017 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003

Lagður fram undirritaður samningur við Fjarskiptasjóð og fleiri gögn.

PD fór yfir stöðu málsins, kynntar viðræður við Sæmund Víglundsson og Unnstein Snorra Snorrason um að taka að sér verkefni í tengslum við ljósleiðaralagningu. Samþykkt að fela oddvita að ganga til samninga við þá. Einnig samþykkt að fela oddvita að undirbúa stofnun einkahlutafélags sem tekur að sér lagningu ljósleiðara. Tilaga að félagið fái heitið Ljóspunktur ehf.

2

Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2017. – Mál nr. 1703002

Lögð fram umsókn Skorradalshrepps.

3

Íbúaskrá 1. desember 2016 – Mál nr. 1703001

Lögð fram íbúaskrá.

4

Vegir í Skorradal – Mál nr. 1703003

Oddvit lagði fram bréf er sent var samgönguráðherra og afrit á Samgöngunefnd Alþingis og Vegagerðina.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:15.