Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 154
10. febrúar 2021 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Heilbrigðiseftirlit Vesturland. Fjárhagsáætlun 2021 og tillaga að gjaldskrá. – Mál nr. 2012006
Lögð fram endurgerð fjárhagsáætlun 2021 fyrir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
Heilbrigðisnefnd hefur endurskoðað áætlunin og sendir hana aftur til afgreiðslu til aðildarsveitarfélaganna.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
2. Erindi frá Landsnet hf. Hrútafjarðarlína. – Mál nr. 2011008
Landsnet óskar eftir tilnefningu í verkefnaráð vegna lagninu nýjar rafmagnslínu yfir Holtavörðuheiði.
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Jón E. Einarsson sem fulltrúa í nefndina og Ástríði Guðmundsdóttir til vara.
3. Umsögn frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál. – Mál nr. 2012015
Lögð fram umsögn sveitarfélagsins.
Umsögnin samþykkt.
4. Góðgerðarmál – Mál nr. 2102002
ÁH fór yfir reglur vegna styrkveitinga í sveitarfélaginu.
Umræður urðu um styrkveitingar.
5. Erindi frá Borgarbyggð – Mál nr. 1811003
Endurskoðun samninga við Borgarbyggð. Oddviti fór yfir samskipti við fulltrúa Borgarbyggðar.
Samþykkt að JEE og PD fari með oddvita á fundi með fulltrúum Borgarbyggðar
6. Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003
Staða mála
PD fór yfir stöðu mála, samskipti við fjarskiptasjóð og fleiri atriði tengd ljósleiðaramálum.
7. Gjaldskrá fyrir sorphreinsun og eyðingu sorps í Skorradalshreppi. – Mál nr. 2102003
Lögð fram til fyrri umræðu gjaldskrá fyrir sorphreinsun og eyðingu. Núverandi gjaldskrá er frá árinu 2011.
Samþykkt að vísa gjaldskránni til seinni umræðu.
8. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – Mál nr. 2007003
Staða mála við nýbygginguna.
JEE og ÁG fóru yfir stöðu framkvæmdanna.
9. Erindi frá Lánasjóði sveitafélaganna – Mál nr. 2102005
Óskað er eftir tilnefningum í stjórn Lánasjóðsins.
Lagt fram.
10. Yfirlýsing frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi vegna Sundarbrautar – Mál nr. 2102006
Fram hefur verið lögð skýrsla um lagningu Sundarbrautar.
Sveitarstjórn fagnar skýrslunni og tekur undir yfirlýsingu SSV um málefni Sundarbrautar.
11. Styrkvegurinn Hagi – Bakkakot – Mál nr. 2102007
Vegagerðin er að móta nýjar reglur varðandi styrkveitingar vegna styrkvega.
Oddvita falið að undirbúa umsókn og leggja fyrir næsta fund.
12. Umsögn frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög og tekju¬stofna sveitar¬félaga, mál nr. 378 – Mál nr. 2102008
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir umsögn sveitarfélagsins.
Oddviti sagði frá fundum smærri sveitarfélaga í tengslum við lagafrumvarpið.
Oddvita og PD falið að ganga frá umsögn. Einnig að bæta við umsögnina minnisblaði Lex lögmannastofunar og eins væntanlegum tillögum smærri sveitarfélaganna.
13. Skýrsla starfshóps um stöðu og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi – Mál nr. 2102004
Lögð fram skýrsla starfshóps um stöðu og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi
Sveitarstjórn samþykkir skýrslu starfshópsins.
14. Samráð minni sveitarfélaga – Mál nr. 2102009
Oddviti fór yfir samráð og fundi smærri sveitarfélaganna. Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri Grýtubakkahrepps fer fyrir hópnum.
Sveitarstjórn staðfestir að taka þátt í samráðinu.
Fundargerðir til staðfestingar
15. Skipulags- og byggingarnefnd – 146 – Mál nr. 2101002F
Lögð fram fundargerð frá 2. febrúar s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 11. liðum.
15.1 2101005 – Umsögn við frumvarpi til laga um jarðalög, mál 375
15.2 2101001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 59
15.3 2012012 – Mófellsstaðir ný lóð þríhyrningur
15.4 1411015 – Fitjahlíð 81, bygg.mál
15.5 2101003 – Indriðastaðahlíð 124 og 126, breyting deiliskipulags
15.6 1402009 – Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
15.7 2005008 – Vatnsendahlíð 44, umsókn um byggingarleyfi f. geymslu
15.8 2101006 – Torgið, fréttabréf Skipulagsstofnunar haustið 2020
15.9 2011014 – Landsskipulagsstefna 2015-2026, viðauki
15.10 2101001 – Refsholt 22, umsókn um byggingarleyfi
15.11 2101007 – Furuhvammur 4, breyting deiliskipulags
Fundargerðir til kynningar
20. Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 199 til 202 – Mál nr. 2102010
Lagðar fram
21. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundir nr. 156 til 158 – Mál nr. 2102011
Lagðar fram.
22. Fundargerðir nr. 890 – 894 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 2102012
Lagðar fram.
Skipulagsmál
17. Indriðastaðahlíð 124 og 126, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2101003
Óskað er eftir breytingu á Deiliskipulagi Indriðastaðahliðar í landi Indriðastaða er varðar lóðir Indriðastaðahlíðar 124 og 126. Breytingin varðar sameiningu lóða. Skilmálar haldast óbreyttir. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Indriðastaðahlíðar 122, 123, 125, 127, 128 og landeigendum.
Hreppsnefnd heimilar óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Indriðastaðahlíðar 122, 123, 125, 127, 128 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
18. Vatnsendahlíð 44, umsókn um byggingarleyfi f. geymslu – Mál nr. 2005008
Á 142. fundi skipulags- og byggingarnefndar var lagt til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags er varðar aukið byggingarmagn á lóð og breytingin grenndarkynnt. Grenndarkynning hefur ekki átt sér stað. Borist hefur erindi frá lóðarhafa Vatnsendahlíðar 44 þar sem þess er óskað að óveruleg breyting deiliskipulags verði ekki grenndarkynnt og skipulagsgjöld verði felld niður. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að málið verði látið niður falla og skipulagsgjöld felld niður.
Hreppsnefnd samþykkir að málið verði látið niður falla og skipulagsgjöld felld niður.
19. Refsholt 22, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2101001
Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar á 59. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem byggingarleyfisumsókn er umfram heimildir í deiliskipulagi. Sótt er um að byggja frístundahús 154m2, gesthús 21,7 m2 og tækjageymslu 51,3 m2, alls 227 m2. Samkvæmt deiliskipulagi frístundabyggðar í Hálsaskógi, III áfanga, er heimilt að byggja eitt frístundahús á hverri lóð allt að 150 m2 að grunnfleti og 15 m2 geymslu sem tengist húsi eða verönd. Breyting deiliskipulags sbr. byggingarleyfisumsókn er í samræmi við gildandi Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að heimila óverulega breytingu deiliskipulags og hún grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Refsholt 19, 20, 24 og landeigendum.
Hreppsnefnd heimilar óverulega breytingu deiliskipulags og hún verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Refsholt 19, 20, 24 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Byggingarleyfismál
16. Fitjahlíð 81, bygg.mál – Mál nr. 1411015
Endurnýjuð umsókn, nú er sótt um að byggja gestahús 25,0 m2 í stað 17,4 m2. Umsókn var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem byggingarmagn fer yfir heimildir. 2015 var samþykkt grenndarkynning fyrir byggingu á 17,4 m2, gesthúsi. Óskað er eftir að endurnýjuð byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarleyfisumsókn er varðar 25 fm gestahús verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Fitjahlíð 79, 81A, 83, 84 og landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn er varðar 25 fm gestahús verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Fitjahlíð 79, 81A, 83, 84 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 23:40.