Hreppsnefndarfundur nr. 163

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 163

fimmtudaginn 30. desember 2021 kl.11:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2022 – Mál nr. 2111006
Framhald seinni umræðu.
Fjárhagsáætlun samþykkt með breytingu. Niðurstaða áætlunar er 6.450.000 þúsund kr. í halla af aðalsjóði og 6.745.000 þúsund kr. í halla af A og B hluta.
Hreppsnefnd samþykkir eftirfarandi greinargerð með áætluninni.

„Fjárhagsáætlun Skorradalshrepps vegna ársins 2021 er samþykkt með 1.674.000,- kr. halla á aðalsjóði.
Hallinn af aðalsjóði verður fjármagnaður af veltufjármunum og lántöku.“

Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2021 verði fyrir A-stofn 0,45% og fyrir C-stofn 1,28%.

2. 3 ára fjárhagsáætlun 2023-2025 – Mál nr. 2111007
Seinni umræða um fjárhagsáætlun
Áætlunin samþykkt samhljóða.

3. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – Mál nr. 2007003
Lagt fram minnisblað oddvita.
Oddvita heimilað að skrifa undir skuldabréf við Ungmennafélagið Íslending.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 12:45.