Tillaga nýs deiliskipulags kynnt á opnum degi

Skorradalshreppur

Frístundabyggð 7 lóða í landi Dagverðarness á svæði 9

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 165. fundi sínu þann 27. apríl 2022 að auglýsa fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum tillögu deiliskipulags sjö frístundalóða í landi Dagverðarness á svæði 9, sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br..

Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 sem samþykkt var af hreppsnefnd þann 27. nóvember 2019.

Í megin dráttum felur skipulagstillagan í sér 7 nýjar frístundalóðir, Dagverðarnes 300, 301, 302, 303, 304, 305 og 306 og opið skógarsvæði til sérstakra nota. Skipulagssvæðið er samtals 4,86 ha að stærð og er ofan Skorradalsvegar (508).

Áður en tillagan verður auglýst verður tillagan kynnt sbr. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga á opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri, 311 Borgarnes, þann 17. maí nk. milli kl. 10-14. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is frá 13. maí nk.

Kort Dagverdarnes reitur E 13.05 2022

Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps