Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 200

Haldinn á Hvanneyri,
22.10.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409011 - Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Samþykkt var innganga Skorradalshrepps á aðalfundi Samtaka orkusveitarfélaga.
Oddviti sagði frá aðalfundinum.
2. 2410006 - Reglur um laun sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna.
Oddviti leggur fram breytingar á reglum Skorradalshrepps um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.
Breytingar samþykktar og gilda þær frá 1. júlí s.l.
Reglur Skorradalshreppps um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna 2024.pdf
3. 2410007 - Alþingiskosningar 2024
Alþingskosningar verða 30.nóvember n.k. Ákveða þarf kjörstað samkvæmt kosningalögum.
Oddviti leggur til að kjörstaður verður í Hreppslaug.
Samþykkt samhljóða.
4. 2410010 - Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029
Lögð fram lokadrög Sóknaráætlunar Vesturlands til kynningar.
Áætlunin kynnt, engar athugasemdir gerðar.
SÓKNARÁÆTLUN VESTURLANDS - Kynning fyrir Haustþing - LOKALOKA.pdf
5. 2410011 - Verkefnaáætlun og kostnaðarskipting í stafrænu samstarfi vegna 2025
Lögð verkefnaáætlun og kostnaðarskipting Sambands íslenska sveitarfélaga í stafrænu samstarfi fyrir árið 2025.
6. 2410017 - Stafrænt pósthólf island.is
Með lögum um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda var fest í sessi sýn stjórnvalda um að megin boðleið einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað, og opinberum aðilum gert skylt að birta erindi stafrænt og miðlægt í Stafrænu pósthólfi.

Farið yfir málin. Oddviti vinnur að málinu.
7. 2410013 - Birkimói 6
Lagt fram erindi frá Þorvarði Kristóferssyni um skil á lóð Birkimóa 6.
Skil lóðar samþykkt.
Oddvita falið að auglýsa Birkimóa 2, 4 og 6 til úthlutunar aftur.
8. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1
Farið yfir stöðu mála.
Kynningafundir verða næstu daga vegna skýrslunnar.
Holtavörðuheiðarlína 1 Umhverfismatsskýrsla - Bréf út_Skorradalshreppur.pdf
9. 2407005 - Tilkynning um undirskriftarsöfnun
Samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 155/2013 þá á Þjóðskrá að afhenda ábyrgðaraðila söfnunarinnar niðurstöður söfnunarinnar og ábyrgðaraðili afhendir svo sveitarfélaginu niðurstöðuna. Í því bréfi sem ábyrgðaraðilinn fékk er listi yfir alla þá sem skrifuðu undir.
Afgreiðslu frestað - oddvita falið að kalla eftir gögnum.
10. 2409015 - Endurskoðun fjallskilasamþykktar fjallskilaumdæmis stjórnar ABHS
Tekið upp frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Oddvita falið að senda inn athugasemd vegna Hornsréttar.
11. 2307001 - Losun trjáúrgangs
Oddviti fer yfir stöðu mála og tilboð sem borist hafa.
Oddvita falið að ganga til samninga við Hreinir Garðar ehf.
12. 2409004 - Fjárhagsáætlun 2025
Fjárhagsáætlun 2025, lögð fram til fyrri umræðu.
PD fór yfir áætlunina.
Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.
13. 2410014 - 3 ára fjárhagsáætlun 2026 - 2028
Lögð fram til fyrri umræðu.
PD fór yfir áætlunina.
Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.
14. 2410012 - Kvörtun vegna stjórnsýslu Skorradalshrepps
Innviðaráðuneytinu hefur borist erindi vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu Skorradalshrepps og hefur erindið verið sett í þann farveg að ráðuneytið hyggst taka til skoðunar hvort að ástæða sé til að fjalla formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
Oddvita falið að senda inn umbeðin gögn.

PD tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
20240729_kæra_2_innviðaráðuneyti_PD__ (1).pdf
Fundargerðir til staðfestingar
15. 2410003F - Skipulags- og byggingarnefnd - 183
Lögð fram fundargerð frá í dag, 22. október s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.
15.1. 2410002 - Skipulagsdagurinn 2024
Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Ráðstefnan var haldinn þann 17. október sl.
Skipulagsfulltrúi tók þátt.
15.2. 2410003 - Fundur Skipulagsstofnunar með skipulagsfulltrúum
Skipulagsstofnun hélt fund með skipulagsfulltrúum þann 18. október sl.
Skipulagsfulltrúi tók þátt.
15.3. 2204006 - Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Fiskistofu, Slökkviliði Borgarbyggðar, Landi og skógi, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Umhverfisstofnun. Athugasemdir bárust frá Sumarhúsafélaginu í Hvammi, lóðarhöfum fjögurra lóða í Fitjahlíð og einum lóðarhafa á Indriðastöðum. Umsagnir höfðu ekki áhrif á auglýsta tillögu, en brugðist var við athugasemdum lóðarhafa í Fitjahlíð og bátalægi fært fjær umræddum lóðum. Svör til þeirra sem gerðu athugasemdir við auglýsta tillögu lögð fram.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að breyting aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnu sveitarfélagsins um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna, athugasemdir og umsögn nefndarinnar um þær, innan tólf vikna frá því að frestur til að gera athugasemdir rann út skv. 31. gr. sömu laga. Jafnframt skal senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu afgreiðslu og umsögn nefndarinnar og auglýsa niðurstöðu hennar.
15.4. 2309003 - Jarðvegsstífla við inntakslón Andakílsárvirkjunar, framkvæmdaleyfisumsókn
Á 195. fundi hreppsnefndar var samþykkt að framkvæmdaleyfisumsókn yrði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að sýnt sé fram á að jarðvegsstífla sé staðfastlega og sannarlega innan lóðar umsækjanda, en engin frekari gögn hafa borist frá umsækjanda er varðar það. Í gr. 5.9.2 í skipulagsreglugerð er kveðið á um að með bréfi til nágranna skuli fylgja hönnunargögn, sbr. grein 5.9.7. Það er mat nefndarinnar að ef gögn eru ófullnægjandi að þá á ekki að fara með málið í grenndarkynningu. Ef sveitarfélag fer með mál í grenndarkynningu þá kunna að skapast hjá viðkomandi hagsmunaaðilum réttmætar væntingar um að öll gögnin séu fullnægjandi og í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi og skipulagsreglugerð. Hagsmunir nágranna kunna enn fremur að skaðast/skerðast vegna ófullnægjandi gagna og andmæli og/eða athugasemdir nágranna kunna einnig að vera öðruvísi ef gögnin væru fullnægjandi.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fara þess á leit við umsækjanda framkvæmdaleyfisumsóknar að afhenda fullnægjandi grenndarkynningar gögn svo hægt verði að grenndarkynna hana í ljósi afstöðu nefndarinnar.
15.5. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn hreppsins um umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðarlínu 1. Málið liggur inni á Skipulagsgátt og er númer 1187/2024 og er á eftirfarandi slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1187 þar sem hægt er að kynna sér skýrsluna. Skila þarf inn umsögn eigi síðar en 29.11.2024. Opið hús verður á Hótel Hamri í Borgarnesi þann 24.október nk. kl. 19:30-21:30 þar sem fólk getur komið og kynnt sér skýrsluna, niðurstöður matsins og starfsfólk Landsnets og Verkís verður á staðnum til að veita nánari upplýsingar um umhverfismatið.
Unnin verður umsögn með nefndarmönnum.
Fundargerðir til kynningar
16. 2410016 - Fundargerðir nr.952 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram
17. 2410009 - Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr.246
Lögð fram.
18. 2410008 - Fundargerð nr. 191 fundar heilbrigðsnefndar Vesturlands
Lögð fram
Skipulagsmál
19. 2204006 - Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
Tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn var auglýst í Morgunblaðinu þann 5. júlí 2024, Lögbirtingablaðinu þann 8. júlí 2024 og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. skipulagslaga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga. Skipulagsstofnun yfirfór framlögð gögn og gerði ekki athugasemdir við að skipulagstillagan yrði auglýst skv. 31. gr. sömu laga. Auglýsingartími tillögunnar var frá 8. júlí- 19. ágúst 2024. Hverjum þeim sem töldu sig eiga hagsmuna að gæta var gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 19. ágúst 2024. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Fiskistofu, Slökkviliði Borgarbyggðar, Landi og skógi, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Umhverfisstofnun. Athugasemdir bárust frá Sumarhúsafélaginu í Hvammi, lóðarhöfum fjögurra lóða í Fitjahlíð og einum lóðarhafa á Indriðastöðum. Umsagnir höfðu ekki áhrif á auglýsta tillögu, en brugðist var við athugasemdum lóðarhafa í Fitjahlíð og bátalægi fært fjær umræddum lóðum. Svör til þeirra sem gerðu athugasemdir við auglýsta tillögu lögð fram. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að breyting aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnu sveitarfélagsins um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna, athugasemdir og umsögn nefndarinnar um þær, innan tólf vikna frá því að frestur til að gera athugasemdir rann út skv. 31. gr. sömu laga. Jafnframt skal senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu afgreiðslu og umsögn nefndarinnar og auglýsa niðurstöðu hennar.
Hreppsnefnd samþykkir að breyting aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnu sveitarfélagsins um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna, athugasemdir og umsögn nefndarinnar um þær, innan tólf vikna frá því að frestur til að gera athugasemdir rann út skv. 31. gr. sömu laga. Jafnframt skal senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu afgreiðslu og umsögn nefndarinnar og auglýsa niðurstöðu hennar.
a1220-Breyting_Bátaskýli_Bls1_2_20241018_opt.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00 

Til bakaPrenta