Beyting Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022
Í landi Indriðastaða á svæði er nefnist Dyrholt
KYNNING – OPINN DAGUR
Í megin dráttum felur skipulagsbreytingin í sér að svæði sem eru skilgreind, annars vegar sem verslun- og þjónusta og er 2 ha að stærð, og hins vegar opið svæði til sérstakra nota og er 5 ha að stærð, verði breytt í samfellda frístundabyggð.
Breytingin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is. Opinn dagur verður á skrifstofu sveitarfélagsins þann 28. maí 2019 milli kl. 10 og 12 þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér tillögu breytingar aðalskipulags.
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps