Tillaga nýs deiliskipulas í landi Fitja

Tillaga nýs deiliskipulags tveggja íbúðalóða í landi Fitja er kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum með opnum degi sbr. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar tveggja íbúðalóða. Samkvæmt tillögu deiliskipulags er heildar byggingarmagn 200 fm á hvorri lóð og hámarks mænishæð verði 7.5 m frá óhreyfðu landi.
Tillaga deiliskipulags liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is. Opinn dagur verður á skrifstofu sveitarfélagsins þann 28. maí 2019 milli kl. 10 og 12 þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér tillögu nýs deiliskipulags.
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps