Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 115. fundi sínum þann 7. júní 2018 að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu deiliskipulags er varðar tvær íbúðalóðir í landi Fitja skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br..
Í megin dráttum felur skipulagstillagan í sér að fyrirhugað er að skilgreina tvær íbúðalóðir á Fitjum.
Lýsingin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri og á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is frá 25. september og til 9. október 2018. Einnig verður opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. september 2018 milli kl. 10 og 12 þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér efni lýsingarinnar.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar um efni lýsingarinnar. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en þann 9. október 2018. Skila skal ábendingum á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á netfangið skipulag@skorradalur.is.