Sveitarstjórn Skorradalshrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar, svæði 8, Dagverðarnesi Skorradal skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Deiliskipulagstillagan felur í sér 18 frístundalóðir og opin útivistarsvæði. Þá er á svæðinu sérstakt skógræktarsvæði.
Tillagan, uppdráttur ásamt greinargerð, verður til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri frá og með fimmtudeginum 18. mars 2010 til fimmtudagsins 15. apríl 2010. þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til fimmtudagsins 29. apríl 2010. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendast á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Tillöguna má sjá nánar skipulag í kynningu
Þeir sem óska nánari upplýsinga um framangreint skipulag geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes.