Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dagverðarness í Skorradal

Sveitarstjórn Skorradalshrepps auglýsir skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dagverðarness í Skorradal.
Breytingin felst í að opnu svæði, verslunar- og þjónustusvæði og hluta af skógræktarsvæði er breytt í frístundasvæði, sem kallast svæði S8. Einnig er lögð til stækkun á skógræktarsvæði ofan vegar sem mótvægisaðgerð við nýtt frístundasvæði. Einnig er gerð sú breyting að nýttingarhlutfall húsa er felld niður en hámarksstærð húsa verði ákveðin við gerð deiliskipulags.
Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri frá og með fimmtudeginum 18. mars 2010 til fimmtudagsins 8. apríl 2010. þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna eigi síðar en 8. apríl 2010. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendast á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Tillöguna má sjá nánar í skipulag í kynningu