Vegna Covid-19 faraldursins vill Íslenska gámafélagið koma eftirfarandi tilmælum á framfæri:
- Almennt sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur.
- Smitaðir einstaklingar þurfa sérstaklega að gæta þess að snýtibréf fari í vel lokuðum pokum í Gráu tunnuna fyrir almennt sorp.
- Umfram sorp sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að skila á gámasvæði.
- Flokkun á endurvinnsluhráefni helst óbreytt enn sem komið er.
Þessi tilmæli eru til þess að koma í veg fyrir að starfsfólk okkar þurfi að snerta sorpið og til að draga úr smithættu.