VARÚÐ FARIÐ VARLEGA MEÐ ELD

Ágætu Skorrdælingar, ég vill vekja athygli ykkar á því að nú þegar þurrt er í veðri og jörð frekar þurr. Er mikil nauðsyn á því að fara varlega með opinn eld. Þá er sérstaklega mikil hætta á gróðureldum, þar sem kjarr og skógur er. því eru allir sem vilja njóta fegurðar Skorradalsins, beðnir að hafa þessa hættu í huga. Bestu …

Sumarkveðja

Ágætu Skorrdælingar, nú þegar vetur er að baki og þrátt fyrir að hann hafi verið tiltölulega mildur hér, öfugt við það sem hefur verið sumstaðar á landinu, þá fögnum við auðvitað sumrinu. Hreppsnefnd Skorradalshrepps óskar Skorrdælingum og öðrum landsmönnum Gleðilegs sumars með von um það verði gjöfult til sjávar og sveita, þrátt fyrir hömlur á ýmsum sviðurm vegna covid-19 .

Sumarhúsafólk -Reglur um sóttkví gilda líka í sveitinni

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur. Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum og þar af leiðandi ekki í matvöruverslanir. Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir með sorp á mótttökustöðvar sveitarfélaga. Einstaklingar í sóttkví mega fara í göngutúra …

Tilkynning frá skipulagsfulltrúa

Skipulagsfulltrúi verður ekki með viðveru á skrifstofu sveitarfélagsins næstu vikurnar vegna reglna heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomuhaldi vegna COVID-19 farsóttar. Skipulagsfulltrúi verður eftir sem áður með símatíma á þriðjudögum milli kl. 10-12 í síma 431 1020. Fyrirspurnir má einnig senda á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@skorradalur.is

Breyting á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins

Vegna þess ástands sem ríkir í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar, hefur verið ákveðið að auglýstur opnunartími skristofu sveitarfélagsins verði breytt ótímabundið á meðan óvissa varir. Tilkynnt verður um breytingar á þessari ákvörðun um leið og þær verða. Hægt verður að hafa samband við oddvita í síma 8920424 eða arnih@skorradalur.is. Varðandi upplýsingar um fasteignagjöld er hægt að hafa samband við Pétur Davíðsson í síma …

Frá Íslenska gámafélaginu vegna Covid-19

Vegna Covid-19 faraldursins vill Íslenska gámafélagið koma eftirfarandi tilmælum á framfæri: Almennt sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur. Smitaðir einstaklingar þurfa sérstaklega að gæta þess að snýtibréf fari í vel lokuðum pokum í Gráu tunnuna fyrir almennt sorp. Umfram sorp sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að skila á gámasvæði. Flokkun á …

Hreppsnefndarfundur nr.144

Hreppsnefndarfundur nr. 144 verður haldinn miðvikudaginn 11.mars kl:20:30 Dagskrá fundar er: Hreppslaug: Gestir; fulltrúar ungmennafélagsins og sundlaugarnefnd samgönguáætlun 2020 – 2024  SÍS (minnisblað oddvita) Urðun dýrshræja. Refaveiðar (áætlun) Brákarhlíð (minnisblað)   Framlagðar fundargerðir til samþ. og kynningar; skipulags- og byggingarnefnd, SSV nr. 151 SÍS nr. 877, 878, 879 Faxaflóahafnir nr. 186, 187, 188 Fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands.

Ráðstafanir vegna COVID-19 kórónuveirunnar.

Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is

Hreppsnefndarfundur nr. 143

Hreppsnefndarfundur nr. 143 verður haldinn miðvikudaginn 12.febrúar kl:20:30 Dagskrá fundar: Fulltrúar sumarhúsafélaga boðaðir á fundinn íbúafundur 28.janúar (niðurstaða) Samningur við þjóðskrá húsnæðisáætlun samgönguáætlun 2020-2024 fundur Almannavarnarnefndar (Kórónaveiran) Vesturlandsvegur/Kjalarnes (kæra) Samningur KPMG Framlagðar fundargerðir til samþ. og kynningar; Skipulags- og byggingarnefnd SSV nr 151 SÍS nr 877-878 Faxaflóahafnir nr. 186 – 187

Hreppsnefndarfundur nr. 141

Hreppsnefndarfundur no. 141, verður haldinn miðvikud.. 15. janúar. kl. 20.3oSamningur KPMG o.fl. ( Haraldur Reynisson mætir)Íbúafundur? v. Sundlaugarhús og aðstaða fyrir slökkvibíl og björgunarsv. BankamálStyrkur vegna framkv. sundlaug ( Ungmannaf. Íslendingur )FaxaflóahafnirFélagsheimilið Brún Framlagðar fundagerðir til samþ. og kynningar; Skipulags- og byggingarnefnd, SSV-no; 149- 150- SÍS,- no; 877- Faxaflóahafnir, no; 186-