Kveiknað hafði í jarðborunnarbíl í dag (mánudaginn 23. júní) um hálf sexleytið og var slökkvilið Borgarbyggðar kallað út til að ráða niðurlögum eldsins. Bíllinn hafði bilað við bæinn Horn og var verið að gera við hann þegar að eldurinn kom upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en húsið á bílnum mikið skemmt ef ekki ónýtt.
Jónsmessuhátíð
Jónsmessuhátíð verður haldinn á vegum Ungmennafélagsins Íslendings mánudaginn 23. júní n.k. klukkan 20:30 að Mannamótsflöt. Þar verður farið í hina ýmsu leiki, teknir inn nýjir félagar, grillaðar pylsur og veikt í varðeld.
Opnun Hreppslaugar
Hreppslaug verður opnuð föstudaginn 20. júní kl:18:00. Því miður verður ekki hægt að opna laugina fyrr vegna viðgerða.
Hreppsnefndarfundur
Hreppsnefndarfundur verður í kvöld 11. júní kl.21:00 að Grund. Hægt er að nálgast dagská fundarins hér.
17. júní hátíð
17. júní hátíð verður haldin hátíðleg á Hvanneyri. Farið verður í skrúðgöngu frá íþróttavellinum og gengið út í skjólbelti þar sem farið verður í leiki og heitt verður á grilli, fyrir þá sem vilja nýta sér það.
Hreppsnefndarfundur
Hreppsnefndarfundur verður í kvöld kl:21.00 að Grund.
Hreppsnefndafundi frestað
Hreppsnefndafundi sem vera átti miðvikudaginn 14. maí n.k. er frestað um viku vegna anna í sauðburði hreppsnefndarmanna.
Hreppsnefndarfundur
Hreppsnefndarfundur verður haldinn miðvikudaginn 14. maí n.k. kl:21.00 að Grund.
Fundur í byggingar-og skipulagsnefnd
Fundur verður haldinn í byggingar- og skipulagsnefnd miðvikudaginn 7. maí kl:20:30 á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa