Jónsmessuhátíð

Ungmennafélgið Íslendingur stóð fyrir jónsmessuhátíð á Mannamótsflöt mánudagskvöldið 23. júní. Þar var farið í hina ýmsu leiki, grillaðar pylsur, kveikt í varðeld og inntaka nýrra félaga. Ungmennafélagið hefur haft það fyrir vana sinn að bjóða börnum sem hefja eiga sína fyrstu skólagöngu í haust að ganga í félagið og afhenda þeim trjáplöntu að gjöf. Hér má sjá mynd af stoltum börnum sem gengu í félagið.