Við forsetakosningar 1.júní 2024 verður kjördeild Skorradalshrepps í Laugarbúð/Hreppslaug. Kjörfundur hefst klukkan 09:00 og lýkur kl: 17:00. Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands kosning.is geta kjósendur kannað hvar þeir eiga að kjósa og þar eru ýmsar upplýsingar varðandi kosningarnar.
Kjörskrá Skorradalshrepps fyrir forsetakosningar þann 1.júní 2024
Kjörskrá skal liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofum sveitarfélaga eða öðrum hentugum stað eigi síður en 21 degi fyrir kjördag eða fyrir laugardaginn 11. maí 2024, sbr. 2. mgr. 30. gr. kosningalaga.V. Í samræmi við ofanritað verður kjörskrá Skorradalshrepps fyrir forsetakosningarnar þann 1. júní almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma skrifstofu og einnig er hún til sýnis …
Hreppsnefndarfundur nr. 196
Hreppsnefndarfundur nr. 196 verður haldinn á skrifstofu Skorradalshrepps mánudaginn 13.maí n.k. kl. 17:00 Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur Skorradalshrepps 2023 – 2404018 Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir 2023 lagður fram til seinni umræðu. 2. Endurskoðunarskýrsla með ársreikningi 2023 – 2405002 3. Forsetakosningar 2024 – 2405003 Framkvæmdarleyfi 4. Álfsteinsá, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku – 2211004
Tilkynning frá Veitum
Vegna viðhaldsvinnu í borholu við Myllunól verður heitavatnslaust í Skorradal mánudaginn 6.maí frá klukkan 8:30 til 22:00. sjá nánar á veitur.is
Hreppsnefndarfundur nr. 194
Hreppsnefndarfundur nr. 194 verður fimmtudaginn 4.apríl kl. 16 á skrifstofu sveitarfélagsins Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri. Dagskrá: Almenn mál 1. Beiðni um skipun raflínunefndar fyrir Holtavörðuheiðarlínu 1 HvalfjörðurHoltarvörðuheiði – 2404001 2. Samningur v. þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum í Skorradal – 1606002 3. Samþykktir sveitarfélagsins. – 2206006 4. Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024 – …
Íbúafundur í streymi 28.febrúar kl: 20-22
Hægt verður að fylgjast íbúafundinum í streymi og senda inn spurningar Hér er slóðin fyrir þau sem vilja sitja fundinn og hafa möguleika á að senda spurningar eða taka þátt í umræðum: https://us02web.zoom.us/j/85706479038?pwd=eW4vdlUwNWRBejlURjlWd0dOcVc1QT09 Fundinum verður einnig streymt á YouTube fyrir þau sem vilja frekar nýta þá leið til að fylgjast með. Íbúafundur kl. 20:00-22:00 (https://youtube.com/watch?v=rhviQfcWnuU Athugið að slóðin hefur breyst. …
Íbúafundur
Verkefnahópur um óformlegar sameiningarviðræður Borgarbyggðar og Skorradalshrepps boðar til íbúafunda í því skyni að eiga samráð við íbúa varðandi mögueika á sameiningu sveitarfélaganna m.a. út frá styrkleikum, áskorunum og framtíðarsýn íbúa. Fundurinn fer fram þann 28. febrúar næstkomandi í Brún Bæjarsveit kl.20 – 22 mögulegt verður að taka þátt í umræðum í gegn um Slido.
Hreppsnefndarfundur nr.193
Hreppsnefndarfundur nr. 193 verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri miðvikudaginn 21.febrúar kl. 17 Dagskrá Almenn mál 1. Samningur v. þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum í Skorradal – 1606002 2. Erindi frá oddviti – 2209014 3. Íbúafundur – 2401004 4. Sameiningarmál – 2309008 5. Sameiningarmál – 2309008 6. Fulltúri í ungmennaráð Vesturlands – 2402006 7. Boðun á Landsþing Samband …
Skipulag í kynningu
Tillaga að nýs deiliskipulags frístundabyggðar Kiðhúsbala í Landi Fitja er að finna inn á síðunni skipulag í kynningu d970-Fitjahlíð_drög_20240117
Íbúafundur 29.janúar kl.19:30 í Brún Bæjarsveit
Fundarboð Ágætu íbúar Skorradalshrepps Íbúafundur verður haldinn í Brún Bæjarsveit mánudagskvöldið 29. janúar n.k.kl: 19:30 – 21:30. Á fundinum gefst íbúum tækifæri til skoðanaskipta um sameiningarmál, sem og tillagna og fyrirspurna til hreppsnefndarfólks um sýn þeirra á fýsileika sameiningar við önnur sveitarfélög. Til fundarins er boðað með 10 daga fyrirvara í samræmi við 108. gr. sveitarstjórnarlaga. Dagskrá fundar er eftirfarandi: …