Aðalskipulagsuppdráttur

Nú er aðalskipulagsuppdrátturinn kominn inn á heimasíðuna undir aðalskipulagstillaga, þetta eru tvö pdf-skjöl sem gætu verið svolítið stór við opnunn svo endilega sýnið þolinmæði á meðan þau eru að opnast. Einnig er búið að uppfæra staðardagskrá 21 og er þar að finna bæði 1. og 2. útgáfu.
Minni síðan á aðalskipulagsfundinn sem verður í Skátaskálanum mánudaginn 8. júní þar sem tillaga að aðalskipulaginu verður kynnt. Húsið opnar kl:20 en fundur hefst kl. 20.30