Niðurfelling svæðisskipulags sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017
Samvinnunefnd um svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar hefur samþykkt að fella úr gildi svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 vegna nýrra aðalskipulaga sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.
Niðurfellingartillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi og á skrifstofu Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri frá 30. ágúst til 27. september 2010. Gögnin eru aðgengileg á heimasíðu Skorradalshrepps www.skorradalur.is , hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og þau má einnig nálgast hér.
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða skrifstofu Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi eigi síðar en 11. október 2010.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Samvinnunefndin