Bréf frá björgunarsveitinni Ok

Björgunarsveitin Ok óskar eftir styrk til þess að kaupa sæþotu og hafa staðsetta við Skorradalsvatn til þess að auka viðbragðstímann sinn til björgunaraðgerða á Skorradalsvatni. Síðast liðið sumar hvolfdi skútu á vatninu og var björgunarsveitin Ok kölluð út til að bjarga fólkinu. Sem betur fer fór allt vel en björgunarsveitin þurfti að reiða sig á lánsbúnað sumarhúsaeigenda við vatnið, en að getur verið tímafrekt og ótryggt að reiða sig á slíkan lánsbúnað. Hægt er að lesa bréfið frá björgunarsveitinni OK í heild sinni hér.