Færð á vegum í Skorradal Búið er að moka aðalvegi norðan- og sunnanmegin í Skorradalnum og eru þeir nú færir. Veður er gott en gengur á með éljum og þarf litinn vind til þess að allt verði ófært aftur og blint til aksturs.