Frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands

Vil að gefnu tilefni benda á að í ár eins og s.l. ár þarf að sækja um leyfi til heilbrigðisnefndar vegna brenna ef ætla má að þær standi í meira en 2 klst.
Auglýsa þarf tillögu að starfsleyfi fyrir þessar brennur í minnst 4 vikur.
Aðeins hefur verið sótt um starfsleyfi fyrir 2 brennur (Reykholtsdal og á Breiðinni í Snæfellsbæ) sem eru í auglýsingu á heimasíðu HeV , www.hev.is
Viljum við benda á að nú er lokafrestur til að hægt sé að auglýsa áramótabrennur.
Bið ykkur að koma þessu skilaboðum til þeirra sem hafa séð um þessi mál fyrir íbúa sveitarfélaganna.
Ákvæði sem við eiga má finn í viðauka X í reglugerð nr. 550/2018 (sjá meðfylgjandi tilvitnun).
10. Tímabundinn atvinnurekstur.
10.1. Geymsla olíumalarefna og lagning utan fastra starfsstöðva.
10.2. Notkun seyru til landgræðslu og skógræktar.
10.3. Áburðarframleiðsla úr lífrænum efnum (t.d. þurrkaður hænsnaskítur o.fl.).
10.4. Jarðborun.
10.5. Flugeldasýningar, nema á tímabilinu frá 28. desember til og með 6. janúar.
10.6. Brennur þar sem ætla má að bruni standi yfir í meira en tvo tíma (áramót – Jónsmessa – ýmsir viðburðir).
10.7. Ýmiss konar tímabundin aðstaða, svo sem farandsalerni, farandeldhús og vinnubúðir sem tengjast tímabundnum framkvæmdum.