Af gefnu tilefni langar mig að upplýsa ykkur um nokkur atriði varðandi samþykkt meirihluta hreppsnefndar. Á hreppsnefndarfundi nr. 188 22.okt sl. er varðar óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga þ.e. Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Það sem í þessu felst er að við munum ræða við fulltrúa Borgarbyggðar hvort þau hafi einhvern áhuga yfir höfuð á að við byrjum að skoða sameiningu. Ef svo er þá munum við byrja á að halda góðan fund með íbúum og kanna málin og ræða saman um framvindu málanna. Gott samtal við íbúa er grunnurinn að góðri sameiningu. Með öðrum orðum þá munum við fylgja því ferli sem innviðarráðuneytið gefur út í sambandi við þessi mál í einu og öllu og vanda til verka.
Sameining sveitarfélaga tekur ekki nokkrar mínútur eða daga. Þetta er verkefni sem þarf góðan undirbúning og krefst talsverðar vinnu.
Með von um gott samstarf,
Jón Einarsson
oddviti, Skorradalshrepps