Fyrirlestur Páls Theodórssonar verður á Fitjum laugardaginn 4. júní kl. 14
„Hvenær hófst landnám? – Hversu sannfróður var Ari fróði?
Landnám Íslands hófst allt að tveimur öldum fyrr en talið hefur verið.
Páll Theodórsson eðlisfræðingur hefur kafað í gögn fornleifafræðinga.
Þrjár óskildar aðferðir til tímasetningar sanna eldra landnám:
Kolefni-14 aldursgreiningar, örkolagreiningar og gjóskulög.
Páll mun kynna sannanir fyrir eldra landnámi og mun einnig ræða nokkuð um
útbreiðslu skóga á landnámstíð.“
Aðgangur 1000 kr á mann og kaffi/meðlæti innifalið